Mér finnst frábært þegar fólk getur “treasured” þessi litlu, en mikilvægu atriði í lífinu, og er ekki sífellt að kvarta yfir því slæma.
Ég sé á því hvernig þú skrifar, að þú ert örugglega góður pabbi og saknar litla guttans þíns mikið, þegar hann er ekki hjá þér.
Ég var einu sinni dagmamma og var að passa fyrir einstæða móður. Þegar pabbinn kom með engilinn sinn eftir pabbahelgina, þá fékk ég alltaf kökk í hálsinn, því pabbinn var með svo mikinn sársauka í svipnum. Æ, ég finn svo til með ykkur, ég veit að ég væri vængbrotin ef ég fengi ekki að umgangast börnin mín á hverjum degi, þótt oft gangi mikið á á mínu heimili.
Mig langar að koma með eina uppástungu, sem gæti veitt ykkur mikla gleði, ykkur feðgunum.
Ég kom á þeirri venju hjá okkur að fara á hverjum Þorláksmessudegi, eða fyrir hádegi á aðfangadag niður að tjörn með fullt af brauði handa svöngum fuglum. Í eitt skiptið sem við fórum, þegar við komum fyrir hornið á Iðnó, eða hvað það heitir, þá heyrðum við mikið garg og á móti okkur kom risastór hópur af gæsum, örugglega 20-30 stykki, alveg banhungraðar og þær ætluðu hreinlega að éta okkur lifandi! Þær hópuðust í kring um okkur og nörtuðu í fötin okkar! Þetta var ein af stórkostlegustu stundum í lífi okkar og við gleymum þessu aldrei.
Þessi grey voru svo svöng, því það eru ekki margir sem gefa sér tíma á þessum dögum til þess að gefa þeim.
Við söfnum brauðafgöngum í frystinn nokkrum vikum fyrir jól og það verður alltaf í stóran poka.
Væri þetta ekki góð hugmynd fyrir ykkur tvo? Að eiga þessa stund aleinir, þetta gefur manni svo mikið.
Þú veist, ég er ekki að reyna að stjórna í þér, mér datt bara í hug að gefa ykkur þessa hugmynd, ef það gæti gefið ykkur dálítinn fjársjóð í minningunni.
Guð geymi ykkur
rebsig.