Nú erum við búin að fá að njóta litlu stelpunnar okkar í heila fimm mánuði og hafa engin stór vandræði orðið á vegi okkar, þar til nú. Næsta skeið er að byrja, tennurnar virðast vera að koma og það bólar á fyrstu tönninni. Við fáum nú að njóta stanslauss gráturs og andvökunótta. Hvað segið þið, reyndari foreldrar, er ekki eitthvað sem ég get gert til að lina þjáningar dóttir minnar?
Vitið þið hvort það geti fylgt hiti með tanntökunni?

Takk og kærar kveðjur til hugaðra
Sissa