Nú er nóg komið
Mótmæli gegn vægum dómum í kynferðisafbrotamálum
Við lýsum furðu yfir því hversu vægir dómar hafa verið felldir í kynferðisafbrotamálum á undanförnum árum. Hvað eftir annað hefur líf fullorðinna einstaklinga og barna sem geta enga björg sér veitt, verið lagt í rúst án þess að dómurum landsins virðist þykja það tiltökumál. Nýjasti dómurinn í Héraðsdómi Austurlands, þar sem karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot gegn 7 ára stjúpdóttur sinni og smita hana af tveimur kynsjúkdómum, er gott dæmi um þetta.
Við skorum á dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að þyngri dómar verði felldir í kynferðisafbrotamálum. Við krefjumst þess að refsingar verði í samræmi við þessi alvarlegu brot.
Ef þú ert sammála okkur og vilt taka þátt í áskoruninni skráðu þá nafn þitt á undirskriftalistann.
Nafnalisti. www.nt.is/sign
Ef þú hefur áhuga á safna undirskriftum fyrir okkur þá getur þú nálgast wordskjal með því að smella hér vidmotmaelum.doc og haft samband við okkur til að koma listanum til skila.
Við sem stöndum að þessum mótmælum erum hópur fólks sem ákvað að nú væri nóg komið. Við ákváðum að láta í okkur heyra og vildum gefa öðrum tækfæri til þess að gera slíkt hið sama. Ef þú vilt hafa samband við okkur getur þú gert það með því að senda okkur tölvupóst á: nogkomid@visir.is