Ég skil eigielga ekki tilganginn með að láta börnin sín trúa á Karíus og Baktus.. eða jú.. reyna að fá þau til að borða minna nammi.. en það bara virkar ekkert nú til dags! börn eru farin að éta svo ógeðslega mikið af nammi alla daga vikunnar og bara alltaf þegar þeim langar í! ég man þegar ég var lítil þá var ég alveg gríðarlega happy ef ég fékk krabbapening til að kaupa mér nammi.. svo ef maður fékk 100 kall þá var bara himnaríki sko! og svo fékk maður kannski svona 10 stykki í pokann eða eitthvað og var bara sæll og ánægður með það. En núna sér maður fólk koma útúr sjoppum með heilu og hálfu pokana af þessu og engum finnst neitt athugavert við það! og svo er fólk (sumt) að telja börnin sín trú um að Karíus og Baktus komi og búi til hús eða what ever í tönnunum á bara öllu þjóðfélaginu… :/ mér finnst þetta bara komið útí öfgar!

*tsss*

GIZ