Það sem ég er mjög þakklát með í lífi mínu er mamma mín. Hún var nýorðin 18 ára þegar ég fæddist og þá var það mjög ungt. Engin af vinum mínum átti jafn unga mömmu og ég. Flestar mömmurnar voru komnar yfir tvítugt þegar fyrsta barnið fæddist.
Núna aftur á móti er mar að sjá stelpur niður í 15 ára (og sumar yngri) að eignast börn.
Ég á mjög gott samband við mömmu mína og nýt þess mjög að hanga með henni, hún er ekki svona “gömul” og “mömmuleg” eins og flestar hinar mömmurnar. Hún er bara sona “stelpa” eiginlega. Hún er 37 ára í dag. Ég hefði ekki viljað að mamma mín hefði verið mikið eldri þegar ég fæddist því ég er alveg vissum að þá þætti mér ekki jafn varið í að gera eitthvað með henni.
Þess vegna finnst mér persónulega sniðugara að mar sé svolítið ungur þegar mar eignast sitt fyrsta barn. Samt þó ekki yngri en 18 ára. Sumir vilja koma sér vel fyrir áður en þeir eignast barn og er það nú skiljanlegt, en samt ekki að bíða of lengi ef þið skiljið hvað ég meina. Börn vilja miklu frekar eiga mömmu sem nennir að eyða í tíma í að leika við barnið og hafa gaman af því, mömmu sem vill frekar renna sér með í rennibrautinni frekar en að horfa á. Mömmu sem hefur þolinmæði og gaman af að leika sér í Barbie, bíló eða eltingarleik án þess að þurfa að hvíla sig á milli.
Það er ekkert í lífi mínu sem ég myndi frekar vilja en að eignast barn akkurat núna, well ekki alveg núna samt, vegna þess að ég ætla mér að komast á þjóðhátið núna í Ágúst, svo það væri ekki fyrren eftir það, Það tekur sinn tíma í að verða ólétt og það tekur góða 9 mánuði að ganga með barnið. Semsagt nóg undirbúningur í það. Alveg heilt ár þar til krílið myndi koma semsagt! Þar myndi ég hafa heilt ár (í minnsta lagi) til þess að spara mér peninga og undirbúa mig ansi vel undir þetta. Sem myndi gera mig tvítuga og meira til þegar þetta myndi gerast…
Ég er ekki að segja það að stelpur eigi að demba sér í þetta bara einn tveir og tíu.
Fólk hneikslast á því að ég vil eignast barn núna, ég er of ung ég á að mennta mig fyrst og blablabla endalaust tuðað í manni. Málið er að ég veit ekkert hvað ég vil læra, ég er ekki þannig að ég vil eyða minni framtíð sitjandi inná skrifstofu, ég vil miklu frekar vera vinnandi á leikskóla eða vera að ala upp mitt eigið barn. Njóta þess að vera úti og leika mér! Það er ekki vel borgað en ég vil frekar gera eitthvað sem ég hef gaman af.
Nú hugsið þið sennilegast flest “mar þarf nú að eiga peninga til þess að eiga barn, það kostar sitt” Jájá ég veit það vel. En mar þarf ekkert endilega að skíta peningum til þess að hafa gaman af lífinu, ekki satt? Mar fær borgað fæðingarorlof, Mar fær barnabætur, Þegar fæðingarorlofinu líkur fer mar aftur að vinna. Svo þetta gengur allt saman. Ég hef heyrt endalausar sögur af stelpum sem segjast mundu hafa beðið í nokkur ár ef þær hefðu fengið að ráða, en þrátt fyrir það sé þetta það besta sem hafa komið fyrir í lífi þeirra og þeir myndu ekki skifta þessu í staðin fyrir neitt annað.
Jæja bara bull í mér.. boi boi