Leti foreldra
Kunna börn nú til dags ekki að labba. Ég var á labbi í gær og sá 5 ára barn í kerru. Er það rangur skilningur hjá mér að börn sem eru orðin svona gömul geti labbað sjálf ? Mér finnst það argasta leti hjá foreldrum sem geta ekki séð eftir smá tíma og labbað með börnum sínum án þess að vera stanslaust að halda á þeim eða hafa þau í kerru endalaust. Með því að hefta þau svona eru foreldar ekkert annað að gera nema skemma fyrir börnum sínum. Hreyfigetan verður minni þar sem þau fá minni þjálfun í því að labba og hreyfa sig. Erða furða að börn hér á landi séu að þyngjast þar sem þau fá ekki sína hreyfingu því foreldrarnir leyfa þeim ekki að fá hana. Það er sannað mál að barn sem er með skerta hreyfigetu á ekki eins marga vini og þau sem eru með mikla hreyfigetu og allir vita að ef börnin eiga ekki vini þá líður þeim illa. Hvernig væri þá að allir taki sig til og gefi börnum sínum smá tíma og sleppi kerrunni,allavegana þegar barnið er orðið 5 ára eða eldra