Var rétt áðan að keyra ömmu og afa heim til sín og þau voru að ræða um það hvað þau væru heppin með börnin sín, barnabörn og barnabarnabarn :) Þau töluðu um hvað allir séu góðir við þau á meðan sumir nenna ekkert að heimsækja ömmu sína og afa eða tala við þau ofl. Eða það fannst afa. Svo fórum við að tala um það að fjölskylda okkar væri svo samheldin og allir töluðu saman ef eitthvað var af og vandamálin voru leyst á stundinni í sameiningu. Mér sjálfri finnst ég vera ROSAHEPPIN með fjölskyldu. Það bara eru ekki til leyndarmál því alltaf er talað um hlutina. Ég hef reynt að eiga leyndarmál, eitthvað sem ég hef áhyggjur af en mamma virkar þannig á mig að ég er strax farin að tala við hana og líður fullkomlega vel á eftir því hún hughreystir mig FRÁBÆRLEGA og þekkir mig manna best!!!!!!
Til dæmis var einn 9 ára frændi minn nýbyrjaður að vera lagður í einelti, en hann sagði strax frá því og vandamálið var leyst…hans besti vinur var aftur á “hans bandi”, vinur sem auðvitað hefur ekki þorað annað en að vera á móti honum af því að allir aðrir urðu það. Það á alltaf strax að tala um svona hluti og ég met það MIKILS!!!!
Á leiðinni með afa mínum og ömmu, sagði amma að það væri ekki rætt málin í hennar fjölskyldu, en þegar hún kynntist afafjölskyldu þegar hún var 15 ára,nýbúin að missa mömmu sína, þá var þetta svona í hans fjölskyldu að foreldrarnir voru góðir vinir sona sinna. Það var alltaf rætt málin og ekki skammað þá. Ef þeir væru alltaf að skamma þá auðvitað yrðu þeir hræddir við að gera eitthvað vitlaust og myndu bara ljúga að þeim í staðinn er það ekki? Hræddir um að vera skammaðir sem væri líklegt ef ekki væri hægt að tala við foreldrana. Hvað finnst ykkur? Það er hægt að skamma með ákveðni en ekki grimmd, en því að skamma þegar það er hægt að ræða hlutina?