Jæja, þá eru það síðustu dagar orlofsins hjá mér, ég byrja að vinna á þriðjudaginn, þ.e. strax eftir páska.
9 mánuðir í fæðingarorlof og 1 mánuður í sumarorlof, búið að líða eins og örskot.
En lilli minn kannski ekkert svo svakalega lítill lengur :)

Eftir á að hyggja var þetta mjög gott fyrirkomulag, hann er orðinn státinn strákur sem er að verða næstum eins hrifinn af pabba sínum (sem tekur nú við og fer í 2 mánaða orlof) eins og af mömmu sinni en fyrir svona hálfum mánuði mátti hann ekki af mér sjá.
Núna held ég að við höfum bæði bara gott af því að vera svolítið í sundur (hann er farinn að verða svolítið “ákveðinn” við mömmu sína).

Ég hefði hins vegar ekki viljað fara að vinna við 6 mánaða aldurinn þannig að blankheitin undanfarna mánuði (dreifði 6 mánaða greiðslum á 9 mánuði) hafa þrátt fyrir allt borgað sig.
Hlakka bara pínulítið til að fara að vinna aftur :)
Og auðvitað gott til þess að vita að sá litli verður áfram í öruggum höndum og í faðmi fjölskyldunnar dálítið lengur.

Að sjálfsögðu er ég ekki hætt að skrifa á Huga, það hlýtur að gefast tóm stundum í vinnunni og stundum heima.
Sem sagt… yndislegur tími á enda og til hamingju þið sem eruð á leiðinni í fæðingarorlof :)
Kveð ykkur,