Heil og sæl!
Margir foreldrar velta því oft fyrir sér hvernig svefn barna þeirra egi að vera, ég hef verið að rúlla í gegnum ýmsa bæklinga og greinar á netinu og lært af egin reynslu með mín börn, hve langan svefn þau þurfa á hverju og einu aldursskeiði.
Ungabörn á aldrinum 0-3 mánaða þurfa talsverðan svefn, þau gera fátt annað en að sofa fyrstu mánuðina, drekka og skoða nýja umhverfið á þeim tíma sem þau vaka.
Ungabörn á aldrinum 3-6 mánaða eru flest farin að skoða sig meira um og svefninn minnkar aðeins yfir sólahringinn, þau borða, drekka, leika og kynnast fólkinu í kringum sig.
Ungabörn á aldrinum 6-12 mánaða eru farin að leika sér talsvert meira og farin að fikra sig áfram í hreyfingum, jafnvel farin að skríða, sitja óstudd og standa upp við hluti, sum börn jafnvel farin að labba.
Börn á aldrinum 1-3 ára hafa breyttari svefnvenjur en ungabörn á aldrinum 0-12 mánaða, þau eru meira í leik og farin að borða sjálf og sum þeirra farin á leikskóla.
Börn á skólaaldri þurfa sinn svefn líka, en hann er ekki eins mikill og hjá yngri börnum, enda nóg að gera á þeim aldri og flestir farnir að eiga vini til að fara með heim eftir skóla, lærdómur og farin að huga svolítið af egin umhverfi eins og tiltekt í herbergjum og því líkt.
Svefntími skiptist svona:
- 0-3 mánaða: 16-20 klukkustundir
- 3-6 mánaða: 13-15 klukkustundir
- 6-12 mánaða: 12-14 klukkustundir
- 1-3 ára: 10-12 klukkustundir
- 4-6 ára: 10 klukkustundir
En gæta skal þess að þetta er einungis viðmið, foreldri ætti að læra inná svefnþörf barna sinna eftir því sem barnið eldest.
Ungabörn eru flest að vakna á milli 4-5 tíma fresti til þess að fá að drekka, en þetta á þó við al heilbrigðbörn sem hafa fæðst eðlilega og þyngjast vel, en aftur á móti börn sem fæðast frekar létt og þyngjast ekki nóg, þá á ég við um léttbura, fyrirbura og þau börn sem léttast mikið eftir fæðingu, þau þurfa að láta vekja sig á 2-3 tíma fresti til þess að drekka, en ef barninu líður mjög vel og er ekki óvært er í lagi að leyfa barninu að hvílast en passa þó uppá að það fái tilskipaðar gjafir yfir sólahringinn.
Eldri börn á aldrinum 9 mánaða og uppúr eru flest komin með fasta svefnvenju t.d fara sofa kl 8 og vakna 7-8 á morgnana taka svo 1-2 blundi yfir daginn, og eru þá flestir foreldrar farnir að hafa fastan tíma á kvöldin til að undirbúa svefninn.
Nokkrar leiðir til að undirbúa svefninn:
- Bursta tennur
- Skipta um bleygju/fara á klósettið
- Bað eftir matinn
- Leika rólega saman/spjalla
- Lesa bók eða segja stutta sögu
- Leyfa barninu að velja náttföt til að sofa í
- Breiða yfir barnið og tala rólega til þess
- Leyfa barninu að hafa uppáhálds bangsann eða annað sem það heldur uppá
- Sum börn vilja hafa snuðið sitt til staðar
Foreldrar verða að hafa það hugfast að hjálpa barninu að skilgreina á milli dags og nætur, eins og á kvöldin er um að gera að reyna hafa örlitla ró en það þarf ekki að hvísla, ef verið er að hvísla mikið og passa að ekkert heyrist lærir barnið að sofa við ró og næði, en betra er að lækka bara örlítið í sjónvarpinu/útvarpinu, tala örlítið lægra en þó er betra að venja barnið við að sofa við hljóð, það vaknar síður ef það venst að sofa við “hávaða”, tala nú ekki um ef það eru samkvæmi í fjölbýlishúsum sem gerist þó afar sjaldan að gott er að barnið geti þá sofið og látið það ekki trufla sig en að vera vakandi og sofa svo ílla afþví það kann ekki við að sofa við hlóð. Barnið fær alveg ró og næði þrátt fyrir að það heyrist hljóð úr stofunni eða eldhúsinu, því það varir ekki alla nóttina.
Gott er að hafa 15-30 mínútur í undirbúning fyrir svefninn, því barnið sefur mjög vel ef það fer að sofa og veit að það er elskað, en það er ekki gott að senda barn í rúmið með skömmum, barninu gæti farið að líða ílla og þá sefur það ekki eins vel. Maður hefur alveg heyrt þessar þjóðsagnir um að láta börnin gráta sig í svefn en það er ekki rétt, barnið þarf ást þína og umhyggju, finna fyrir nærveru þinni og finnast það vera öruggt, en aftur á móti geta sum börn verið mjög erfið og öskra og emja úr látum þegar þau eiga að fara að sofa en þá er til svo kölluð 3 mínútna raglan, en ég ætla ekki að ræða hana núna, heldur kemur það frekar með vandamálum um svefn.
Venjulega þegar börn koma í heiminn eru þau látin sofa í vöggu eða rimlarúmi, vaggan dugar í nokkra mánuði á meðan barnið er pínu pons en svo tekur rimlarúmið við til 2-3 ára aldurs, sumir foreldra eiga það til með að leyfa börnunum sínum alltaf af sofa í þeirra rúmi en það getur orðið vandamál seinna meir, og getur það farið að hafa áhrif á einkalíf foreldranna, og sum börn velja rúm foreldra sinna fram yfir allt og til eru dæmi um 9-10 ára börn sem sofa uppí hjá foreldum sínum, gerum frekar rétt og reynum að venja börnin okkar við rúmin sín og þeirra umhverfi, þá á ég við ef börnin hafa sér herbergi.
Það verður allt svo miklu miklu betra með svefn barna ef maður sýnir ást og umhyggju og nær góðum tökum á svefni barna sinna :)
Vona að þið hafi “lært” eitthvað aðeins af þessari grein.
Með bestu kveðjum PINKY