Mér langaði að setja skrifa grein um eitt þegar ég las
greinina eftir stakka (meðgangan).
Ég á 5 systkini, allt alsystkini. Móðir mín lenti í því
þeagar hún gekk með tvær eldri systur mínar að hún varð svo
þreytt í fótunum og bakinu að erfitt var að hreyfa sig. Svo
varð það mjög sársaukafullt og það fór mikill tími bara í
það að fara á fætur.
Svo byrjaði hún að taka inn mikið af b-vítamína og hún
lagaðist strax og verkirnir fóru. Síðan þá tók hún mikið af
b-vítamínum þegar gekk með okkur hin. Litli bróðir minn er
3ja ára og það var alveg ótrúlegt hversu hraust hún var þegar
hún gekk með hann. Það er frekar óvenjulegt að sjá konu sem
er komin 9 mánuðum á leið, liggja undir bílnum að laga eitthvað
og uppi á þaki að mála (eða mér finnst það)
Hún fór með þetta til læknis og læknarir hunsuðu hana og
vildu ekki mæla/viðurkenna að þetta virkaði, því það þyrfti
að rannsaka þetta meira (sem ég skil nú alveg). Vinkona mömmu
kom í heimsókn í eitt skiptið og þá var hún kasólétt og í
hörmulegu ástandi út af verkjum. Mamma dældi í hana vítamínum
og hún var miklu skárri þegar hún fór og reið út í að enginn sagði neitt um þetta fyrr, sértaklega læknar.
Mér langaði bara að benda á sérstaklega b-vítamín ef konur eru með mikla verki á meðgöngu, því það er rosalegur munur.
kv. clara