Þegar að kærastan mín gékk í gegnum meðgönguna þá þurfti hún alltaf að vera að æla. Nánast eftir hverja máltíð og hún þurfti sérstaklega að passa hvað hún lét ofan í sig. Því hún kúgaðist meira af öðru en hinu. Pizzur voru útúr sögunni hjá henni vegna brjóstsviða.
Mataræði hennar fyrstu mánuðina var það að hún varð maniac í appelsínusafa. Svo fékk mín leið á því og fékk maníu í Ís.
En hitt sem hún var að borða fór eiginlega allt upp aftur.
Við fórum í mæðraskoðun og seinna kemur fram að hún er með eggjahvítu í þvaginu. Sem er tákn fyrir oflitla næringu í líkamann. Læknarnir héldu að hún væri með Bulemiu. Sem var ekki vegna þess að hún þvingaði þetta aldrei upp. Þetta bara kom.
Kúgunin byrjaði snemma á morgni og það áður en hún var byrjuð að borða. Við reyndum að láta hana borða vel en það hélst mismikið niður í henni. Svo í eitt skiptið í mæðraskoðun þá sendir hún okkur niður á kvennadeild. Þar er kærastan lögð inn vegna næringarskorts hún losnar 3 dögum seinna og allt í lagi. En það besta við þetta er að hún fékk súpur og vítamíndrykki frá spítalanum, sem við sóttum í hverri viku. Þá svona eiginlega hverfur þessi ógleði. En um tíma þegar að hún var lögð inn þá var hún komin með smá hríðir og bara búin að ganga með barnið í 3 mánuði. Þetta var út af næringarskorti sem var útaf uppköstum.
Svo 17 júni 2001 kemur barnið okkar í heiminn. Fyrsti Jón Sigurðsson dagsins. Þriðja barnið í heiminn en hin tvö voru stelpur.
Tilgangur þessarar greinar er að ef þú ert ólétt og glýmir við þessa hluti þá skaltu gera eitt í samráði við þína ljósmóður (konuna sem skoðar þig). Láttu leggja þig inn og þú skalt þykjast vera miklu veikari en þú ert. Til að fá eitthvað frá þessum læknum og láta þér og barninu þínu líða betur. Þá verður bara að gera þetta. Ljósmóðirin var búin að vera að standa í þessu þrefi að koma kærustunni minni inn á deild í 3 mánuði og síðan sagði hún bara við okkur. Farðu niðureftir og láttust vera mikið veikari en þú ert.
Verðandi mæður, ekki láta lækna kúga ykkur standið fast á ykkar, til að láta ykkur líða betur því munið þið eruð tvö í þessum líkama.