ó mæ, það kom lína á prikið, línan sem hefur aldrei komið áður, áður óþekkt fyrirbæri, svolítið framandi en jafnframt ógnvekjandi og óraunverulegt
maður fær hnút í magan fyrstu dagana, svona á meðan maður fattar hugtakið “ég er að verða pabbi”, þetta er ykkar stærsta verkefni í lífinu svo vandið ykkur
Hin verðandi barnsmóðir er líklegast í álíka miklu sjokki og þið, so be a man og talið við hana um þetta, passið samt að draga ekki of mikla athygli af henni, hún jú gengur með barnið, en þið fáið bumbuna (samúðarbumbuna, sem er erfitt að losna við)
Ef þið kunnið ekki á heimilisverkin er ekki seinna vænna en að drífa sig í að læra þau svo þið verðið komnir í æfingu þegar barnið kemur.
Fyrstu 6 vikurnar er í raun ekkert í líkama konunnar sem er öðruvísi hormónalega séð, eftir það þarf maður að passa sig á því hvað maður segir því þær fara að gráta yfir minnstu hlutum, til dæmis ef einhver skilur ekki hvað þær meina eða að rjóminn sé búinn og vatnið sé ofsoðið.
Vikur 6-12 eru æluvikur, sumar halda engu niðri og þá Þurfið þið að vera eins hjálpsamir og þið getið, ef hún heldur engu niðri þá er gott að eiga til gadorate, hrökkbrauð, ritz kex, brauðrist og brauð, stíla meira inná létta fæðu svosem kjúklingabringur, grænmeti og ávexti (þið getið farið útá grill og fengið ykkur t-bone þegar þær sjá ekki til, ekki samt segja þeim frá því), ef þið reykið þá ættirðu að hugsa um að hætta, það eru 2 sónar á þessum tíma, báðir eru val en þetta er tími sem kemur ekki aftur svo þið ættuð að fara með konunni í þá báða, annars vegar er snemmsónar frá ca 7-10 viku og svo er sónar á 11-14 viku og þá er hægt að mæla hnakkaþykkt(verið að tékka á downs)
Vikur 12-24 eru töluvert erfiðari, þó vel yfirstíganlegar ef þið hafið réttu ráðin á bak við eyrað, hórmónaflæðið er komið á fullt, sumir geta bókstaflega sagt að þeir þekki ekki konuna sína lengur, jafnvel blíðustu konur geta breyst í morgunfúla birni (svona eins og í kellogs auglýsingunni) og verstu skessur geta orðið algerir vælukjóar, hvort sem verður þá er ykkar sterkasta vopn að meðhönlda þær með nærgætni og blíðni, þjónusta þær (innan skynsamlegra marka, the worst is yet to come) svosem ná í vatnsglas og gulrótarbita(ég tók það upp hjá mér að ég myndi ná í allt sem væri hollt fyrir hana, restina þyrfti hún að sjá um sjálf, ef henni langaði í nammi þá mætti hún labba útí sjoppu og kaupa það sjálf, og það ekki á bílnum), það er annar sónar á viku 20, farið með í hann líka, þá er verið að athuga hvort það sé ekki í lagi með innri líffæri, svosem hjarta og nýru, og ef fólk kýs þá er hægt að sjá kynið kjósi barnið að bera sig, strax eftir þennan sónar er fínt að panta tíma í þrívíddarsónar ef fólk kýs að fara í svoleiðis, kem betur inná það á eftir
Vikur 24-36 eru svipaðar síðustu 12 vikum, þó nokkuð ýktari, konan er þó farin að eiga erfitt með hreyfingar og þarf jafnvel hjálp við að standa uppúr dýpri sófum og baðkörum. eða reima skóna. þarna er gott fyrir ykkur að hjálpa til með heimilisstörf sem geta reynst konunni erfið eins og að vaska upp, skúra, ryksuga og beygja sig eftir smádóti. hún á líka erfitt með að sofa á maganum og bakinu og þarf jafnvel hjálp við að snúa sér, svokallað snúningslak væri fyrirtaks skyndigjöf ásamt blómum og kanski einhverju smotteríis gotteríi, hú er einnig orðið fínt að fara að huga að því að rýma til fyrir vöggu og barnarúmmi ásamt skiptiborði, bílstól og barnavögnum (ef búið er í blokk er mjög líklegt að hún vilji 2 vagna, annar þeirra til að vera með á svölunum til að láta barnið sofa úti á dagin og hinn til að fara með út í göngutúra, svona showoff vagn), í kringum 28-34 viku er möguleiki á að fara í svokallaðan þrívíddarsónar, þessi sónar er eingöngu skemmtunarinnar vegna og þessvegna dýr eftir því, hins vegar er þetta alveg stórkosleg upplifun, fólk fær myndir og video, sumar konur fara í vaxtarsónar í kringum 34-36 viku, þetta er stuttur sónar sem er eingöngu til að athuga stærðina á barninu, munið að hafa gaman af þessu öllu, njótið þess að eiga ólétta konu.
vikur 36-42 eru þær allra síðustu og konan gæti verið komin með bjúg og grindargliðnun af einhverju tagi, grindargliðnun er mjög sársaukafullur fylgikvilli meðgöngu (píkubeinið bókstaflega klofnar í sundur og þegar þær ganga nuddast endarnir saman og oft verður hold þar á milli, einnig eru þær orðnar andlega þreyttar og þróttlausar, heimilisstörfin eru mest megnis komin á þína ábyrgð, hennar verkefni er að slaka á og þú þarft að hjálpa henni við það, hún þarf hvíld, slökun, nudd, og bara dekur ( ef þú vilt vera geðveikt rómó, sendu hana þá í dekurdag), það er fínt að vera á standby ef allt skyldi hrökkva í gang, jafnvel byrja í fæðingarorlofi á 39 viku, ef hún gengur framyfir þá er það þitt helsta markmið að þjóna henni eins og þú getur og sjá til þess að henni líði vel, að ganga framyfir er ekkert grín !( þá er hún semsagt farin fram yfir þann tíma sem talinn er hentugur til að fæða barn), það er gott að vera með tilbúna tösku með auka fötum og þessháttar til að fara með uppá fæðingardeild.
Fæðingin fer í gang og þú færð símtal um að þú megir bara fara að drífa þig heim, hún segir þetta kanski með sínum ljúfasta tón en hnúturinn í maganum virðist ætla út, þér bregður svo mikið að heim er keyrt á 450 og allt í botni, það besta sem þú getur gert núna er að slaka á, taka því í rólegri kantinum, keyra upp á sjúkrahús með hana(án þess að fara yfir á rauðu) og hjálpa henni að slaka á(ekki vera of ákafur samt), færa henni það sem hún vill og sína stillingu, ef þú ert rólegur hjálpar það henni að vera róleg, og það að hún sé róleg hjálpar til í fæðingunni, sé of mikið stress sér líkaminn hennar til þess að barnið fái ekki að komast út
Þegar heim er komið með litla engilinn er öllum fyrir bestu að halda áfram að þjónusta konunni, hún vill líklegast mikið af vatni, sérstaklega við brjóstagjöf, það getur einnig verið gott að hjálpa til við brjóstagjöf fyrstu dagana, tölurnar sýna hærra hlutfall heillegra geirvartna á kvennfólki sem hefur fengið hjálp frá körlunum sínum við að koma geirvörtunni rétt fyrir, laga brjóstapúðan osfr, það skiptir miklu máli að brjóstagjöfin fari vel af stað, þetta er eina næring barnsins næstu 5 mánuðina, þú vilt að barnið sé á brjósti, og stress hjálpar ekki til við mjólkurframleiðslu
í raun er framleiðslan lítil sem engin fyrstu dagana, svo byrjar hún af krafti og þá fá konur oft stálma, það er hægt að koma í veg fyrir stálma með því að leggja oft á brjóst og mjólka sig, til að mjólka kvennmann er hægt að taka vísifingur og þumalfingur og kreista lauslega aðeins fyrir aftan geirvörtuna, það er allt í lagi að tæma brjóstin því mjólkin kemur nánast strax aftur.
Nokkrir hlutir sem kvennfólk á að varast á meðgöngu(gott fyrir ykkur að hjálpa til við þetta): salt, lakkrís, hrátt kjöt , hrár fiskur, hrá egg, hnetur, passa að standa alltaf jafnfætis með beinar lappir, ekki lyfta þungum hlutum, notið mannbrodda í hálku, ekki vera of lengi í heitum pottum, ekki fara í ljós(það virkar ekki að setja handklæði yfir bumbuna) reykingar, áfengi og eiturlyf, ýmis lyf(munið að lesa lyfseðilinn, íbúfen og önnur bólgueyðandi lyf er bann)
kv 2 barna faðir optimusprime
þetta á að vera gaman - reynið að njóta þess
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950