Eitt af því eðlilegasta í heiminum er að kona gangi með barn. Þrátt fyrir eðlileika málsins er þetta mikið álag á líkama kvenna og þessu fylgja oft margir kvillar og sjúkdómar.Líkamlega álagið er tvennskonar, annars vegar er þetta álag á allt stoðkverfið þar sem konan þyngist hratt og þyngdarpunkturinn breytist. Hinsvegar eru miklar breytingar á hormónastarfsemi líkamans. Þetta tvennt spilar oft saman. Best er fyrir konur að tala alltaf við ljósmæðurnar sínar í mæðraverndinni ef þær finna fyrir þessum kvillum. Hér fyrir neðan ætla ég að fara í algenga meðgöngukvilla og sjúkdóma, sjá hvað veldur þeim og hvort eitthvað sé hægt að gera til að líða betur.

Kvillar:

Verkir í baki og mjaðmagrind.


Þegar kona hefur egglos byrjar líkaminn að losa hormón sem heitir relaxin, líkaminn losar það svo þangað til konan hefur blæðingar, ef það gerist. Ef konan hefur ekki blæðingar er hún væntanlega orðin barnshafandi og þá heldur þetta hormón áfram að losast út meðgönguna og allt til 24tímum eftir fæðingu. Þetta hormón er mikilvægt til að slaka á leginu og minka samdrætti þar svo fóstrið fái að stækka og dafna eðlilega. Hinsvegar hefur þetta hormón áhrif á fleiri vefi líkamans og slakar þar að leiðandi á liðböndunum, það er samt líka nauðsyn til að undirbúa mjaðmagrindina fyrir komandi fæðingu. Þessu fylgja samt oft verkir á þessu svæði, í mjóbaki, rófubeini og lífbeini. Þetta er mjög algengt, lang flestar konur finna eitthvað fyrir þessu.

Ef þetta verður það slæmt að kona á erfitt með daglegt líf er þetta kallað grindagliðnun og það getur verið mjög slæmt ástand, konur þurfa jafnvel að notast við hjólastól út meðgönguna. Í flestum tilfellum lagast þetta skömmu eftir fæðingu en í örfáum tilfellum hrjáir þetta konuna jafnvel ævilangt.

Til að koma í veg fyrir mikla verki er gott að hugsa vel um rétta líkamstöðu frá upphafi meðgöngu, passa að hafa alltaf jafnt álag á grindina, standa tildæmis aldrei þyngra í annann fótinn en hinn, passa sig að sitja ekki með krosslagðar lappir og fara varlega í stiga og brekkur. Ef verkirnir eru orðinir slæmir er stundum vísað konum til sjúkraþjálfara en oft hjálpar meðgöngusund mikið til. Konur verða líka að vera duglegar að segja ljósmæðrunum sínum hvernig þeim líður, því þær hjálpa til við að meta alvarleika verkjana og vísa manni áfram eftir því.

Ógleði:

Flestir hafa heyrt talað um morgunógleði, enda frægt hugtak sem sést oft í bíómyndum. Ógleðin getur hinsvegar komið hvenær sem er sólahrings og hrjáir margar barnshafandi konur. Ekki er vitað hvað veldur þessu. Það getur verið erfitt að meðhöndla þetta en það eru nokkur lykilatriði sem hjálpa oft til.
Drekka nóg!
Borða passlega mikið af hitaeiningum, oft og lítið í einu.
Hvíla sig!
Hreynlæti

Lyktarskynið eykst á meðgöngu, svo best er að passa sig á lyktum sem valda ólgeði, einnig skal passa sig á mat og drykkjum sem veldur vanlíðan. Sítrónubragð og lykt hefur hjálpað mörgum konum, einnig hrökkbrauð og þurrt seríós. Það getur verið gott að hafa orkuríkann drykk eins og gatorade við rúmið og drekka það áður en staðið er upp á morgnanna. Stundið líkæmsrækt eins og þið getið, að fara út og labba í smá stund getur verið nóg! Bursta tennurnar og nota tannþráð hjálpar mjög, því óhreynindi í munni auka líkur á að ógleðin blossi upp.

Ógleðin er oftast tímabundið ástand en það getur verið mjög leiðinlegt ástand, margar konur einangra sig því þeim líður illa allan daginn og þetta þróast oft út í andlega vanlíðan. Mikilvægt er að tala um líðan sína við vini eða maka eða jafnvel fagfólk ef þetta verður mjög slæmt, minna sig á að þetta gengur yfir og reyna að fara eftir ofangreindum ráðum.

Brjóstsviði:

Á meðgöngu slaknar oft hringvöðvinn við magaopið. Það veldur því að magasýrur og aðrir meltingavökvar eiga greiðari leið upp í vélindað. Þessu fylgir oft brunatilfinning í hálsi og bringu, erfiðleika við að kyngja og súru bragði í munni. Konur finna oft mest fyrir þessu þegar þær leggjast til hvíldar, en það er bara þyngdarlögmálið að spila með þessu og þessvegna getur verið gott að sofa með hátt undir höfðinu.
Hægt er að koma í veg fyrir eða minka einkennin með nokkrum einfölldum ráðum:
Forðist súran og sterkann mat.
Forðist nikótín og koffein.
Forðist að borða mikið í einu og rétt fyrir svefninn
Drekkið vatn eða sódavatn þegar einkennin koma.

Ef þessi ráð virka ekki er hægt að prófa lyf sem þið getið keypt án lyfseðils í apóteki, Gaviscon, Silgel og Gelusil. Ef ekkert virkar er best að hafa samband við ljósmóður eða lækni sem ákveður með þér framhaldið.

Ég ætla mér að skrifa þessa grein í pörtum, þar sem margir kvillar og sjúkdómar eru algengir á þessu tímabili. Það er betra að hafa greinarnar styttri þar sem fólk missir oft athyglina eftir langan lestur. Svo þetta er ekki búið en ég kem með framhaldið á næstu dögum.
Nenniru að horfá mig þegar ég tala við þig =C