Innilega til hamingju með þetta :)
Það sem þú getur gert á meðgöngunni er að taka fjölvítamín sem inniheldur 400 míkrógrömm af fólínsýru, en það er skammturinn af fólínsýru sem er ráðlagt að ófrískar konur taki. Fólínsýra er nauðsynleg fyrir frumuskiptinguna og inntaka hennar minnkar líkur á að barnið fái galla eins og klofinn hrygg t.d.
Nú svo er bara að reyna að borða hollan mat, drekka vel af vatni og minna af sætindum. Hlustaðu á líkama þinn, hreyfðu þig í hófi en ekki ofgera þér og hvíldu þig ef þú ert þreytt.
Nú svo er auðvitað um að gera að forðast reykingar og áfengi. Annars skaltu passa þig að falla ekki í þá gryfju að breyta öllu í kringum þig, þungun er ekki sjúkdómur og maður þarf ekki að umturna öllu. Vertu bara áfram þú sjálf.
Það sem er ekki talið gott á meðgöngu er að meðhöndla kattasand þar sem í kattaskít geta verið sníklar sem eru skaðlegir fyrir fóstrið. Það er allt í lagi að umgangast ketti, en þvoðu þér bara vel um hendur á eftir. Ef þú átt kött þá geturu bara umgengist hann eins og venjulega, fyrir utan að sleppa því að þrífa sandkassann.
Einnig ættu ófrískar konur að varast að borða illa soðið kjöt eða grænmeti sem ekki hefur verið skolað, þar sem sömu sníklar geta leynst þar.
Mygluostar, s.s. camembert og þannig, er mælt með að forðast þar sem í þeim getur verið baktería sem heitir Listeria og getur valdið fósturskaða og fósturláti. Reyndar er meðhöndlun matvæla hér á Íslandi mjög góð og mjög litlar líkur á að þessi baktería leynist í ostunum hér.
Það er ekki talið æskilegt að fara í heita potta, heit böð eða gufubað, þar sem mikill hiti getur verið skaðlegur fyrir fóstrið. Ef þú verður lasin og færð hita þá er betra að taka panodil eða parkódín til að lækka hann.
Annars ættu ófrsískar konur ekki að taka nein lyf nema í samráði við lækni eða ljósmóður. Panodil eða parkódín einstaka sinnum á meðgöngunni gerir engan skaða, en t.d. alls ekki taka Íbúfen eða önnur bólgueyðandi lyf.
Mesta hættan á fósturskaða og fósturláti er fyrstu 3 mánuðina og þá er mikilvægast að passa það sem maður gerir og lætur ofan í sig.
Annars skal ég nú viðurkenna að þó ég sé voða dugleg að predika svona um hvað sé æsklegt og hvað ekki þá er ég ekkert allt of dugleg að fara eftir mörgu af þessu sjálf. Mitt mottó er bara, allt er gott í hófi og láttu þér líða vel :) Sumt náttúrulega dettur manni ekki í hug að gera, eins og að drekka áfengi, en ég hef nú stolist í ostana og ekki hef ég verið dugleg að taka vítamínin mín (ehemm). Annars er ég komin tæpar 32 vikur á leið með mitt þriðja barn, á að eiga 11 maí og hlakka mikið til. Njóttu bara meðgöngunnar, þetta er skemmtilegur og yndislegur tími (sem er farinn að verða alveg nógu langur akkurat núna fyrir mig hehehe :)
Kveðja,
GlingGlo