Ég er búin að vera að pirra mig á framkomu móðurfjölskyldu litla frænda míns uppá síkastið.
Þannig er mál með vexti að bróðursonur minn og barnsmóðir hanns eru hætt saman og eignuðust barnið það ung og vitlaus að barnið er mestmegnis í umsjá foreldra minna, hann sefur hjá okkur og borðar og allt það, pabbi hans kemur á hverju kvöldi að svæfa hann og býður stráknum reglulega í mat. Strákurinn hittir móður sína svo svona 1 sinni til 2 í viku…ef eitthvað er. Móðirin er dópisti og það er búið að taka hana 10 sinnum á þessu ári, hún hefur 2 sinnum lent í bílslysi með barnið meðferðis og í bæði skiptin undir áhrifum eiturlyfja. Í bæði skiptin hringir hún í pabba minn og hann kemur að sækja strákinn og fer svo sjálf upp á heilsugæslu!
Mamman býr hjá foreldrum sínum og strákurinn fer öðru hvoru í heimsókn þangað, og þegar hann kemur aftur heim er alltaf eitthvað að honum. Eitt skiptið kom hann heim glorhungraður, þá hafði hann engann kvöldmat fengið hjá mömmu sinni og útskýringin sem 7 ára barninu var gefin var
“við eigum ekki pening fyrir mat svo þú færð engann” …er það virkilega eitthvað sem þú segir við ugnann dreng?!
Svo í gærkveldi var mælirinn algjörlega fylltur! þá kemur strákurinn hágrátandi heim og segir við ömmu sína “ mér er svo illt í hjartanu” þá hafði amma hanns úr hinni fjölskyldunni verið að segja hluti við hann á borð við “ ég veit að þú villt vera hjá mömmu þinni” “ líður þér ekki best hér” og svo framvegis. Strákurinn var gjörsamlega brotinn og þetta gerist alltaf reglulega.
Móðurfjölskyldan virðist eiginlega vera algjörlega óviðræðuhæf því þetta hefur nokkrum sinnum gerst áður og þegar bróðir minn hefur talað við þau hóta þau að sækja um fullt forræði á stráknum, þá hefur bróðir minn farið í lögfræðing og spurt hann ráða, en hann segir einfaldlega að réttur móðurinnar sé of sterkur og með svoleiðis málaferlum eru yfirþyrmandi líkur á því að strákurinn fari í fullt forræði móðurinnar.
Hvernig getur það staðist að það sé hægt að láta dópistamömmuna fá barnið! það er búið að taka hana 10 sinnum fyrir vörslu eiturlyfja, hún hefur lent 2 í bílslysi með barnið í bílnum, barnið kemir grenjandi heim úr heimsókn frá henni, hann getur varla sofið heima hjá henni ( hann var löngu hættur að pissa undir heima svo fer hann eina nótt til mömmu sinnar og þurfti að koma heim grátandi afþví að hann pissaði undir afþví að hann þorði ekki að segja þeim að hann þyrfti að pissa!)
Ef eitthver er með ráð um hvað hægt er að gera í stöðunni og eitthver rök fyrir því að það sé hægt að grípa framhjá rétti móðurinnar endilega commentið!