Uppeldi
Þið eruð alltaf að segja að sum börn séu illa upp alin og svoleiðis, en það er ekki til nein uppskrift að réttu uppeldi. Svo segið þið að börn séu með kjaft og svoleiði, það er ekkert uppeldinu að kenna, þau fá þetta frá öðrum krökkum, ég hef tekið eftir að þegar krakka eru á leikskóla aldri eru þau yndisleg og kunna kannski engin blótsyrði svo þegar þau byrja í skóla eru þau að segja fuck you og alls konar shit við mann, þetta fá þau af skólafélögum sínum, ekki foreldrum sínum. Og börn sem eru frek eru kannski bara frek, og kannski hafa foreldrarnir alveg alið þau vel upp, hafið þið einhvern tímann séð barn sem er ekki öskrandi um að fá nammi út í búð, þið hafið örugglega sjálf verið þannig, kannski ekki öll, en allaveganna einhver af ykkur. Ég hef örugglega öskrað, eða allaveganna nöldrað um nammi eða eitthvað út í búð þegar ég var yngri.