Ég vaknaði upp rétt fyrir 5 um nóttina 18 maí með reglulega verki á 4-6 mín millibili, ég vildi nú ekki gera mér neinar ofur vonir um að þetta væri allt komið af stað enda ekkert svo rosalega sterkir verkir en samt alveg nóg til þess að ég gat ekki sofið, verkirnir héldu áfram þar til kl hálf 9 um morguninn þá fóru þeir að minnka og komu svo ekkert aftur nema einn og einn á svona klukkutíma fresti, ég náði að leggja mig aðeins í hádeginu með stráknum enda dauðþreytt eftir alla verkina og að hafa vaknað svona snemma þar sem ég hafði ekki sofnað fyrr en uppúr 2 um þá nótt.
Jæja dagurinn leið og enn bara einn og einn verkur ekkert ágerandi, en þó þreytulegt, um hálf 6 fóru verkirnir að koma með aðeins styttri tíma á milli og leiddu æ meira aftur í bak en þó ekki orðnir reglulegir, tíminn leið og klukkan var að verða 7 þegar það fór að vera enn styttra á milli og voru orðnar 6 mínútur, Kallinn kom heim úr vinnunni rétt uppúr 7 og tók sér smá tíma í að fara í sturtu og borða og svona áður en við myndum kíkja upp á deild í skoðun.
Jæja við skelltum okkur rétt um 9 upp á spítala, biðum þar í dágóðann tíma og 4 mínútur á milli verkja sirka og fengum að koma í skoðun, jæja ég var sett í rit en það var nú ekkert of ágerandi, en sú sem skoðaði mig ákvað nú að kíkja á leghálsinn, hún þreyfaði þarna hátt og lágt og spurði hvort ég væri ekkert komin með neinn þrysting niður, ég svaraði neitandi enda enginn þrystingur niður, jæja hún tekur af sér hanskana og tilkynnir okkur það að ég sé að klára útvíkkun! við kallinn fáum smá sjokk þar sem við vorum með strákinn með okkur því við héldum að þetta væri bara eitthvað smá plat í gangi.
Jæja kallinn fór að redda pössun fyrir strákinn upp úr 10 og ég send inn á fæðingarherbergi og átti bara að reyna slappa af, jæja það leið ekki á svo löngu að verkirnir fóru að vera með 2-3 mín á milli, jæja ég var farin að fá svona svakalega verki líka og fékk að nota smá glaðloft, það gerði smá gagn klukkan var við það að verða 11 þegar kallinn loks kemur aftur upp á deild, þá líka byrjaði rembingurinn hehe mátti ekki tæpara standa, jæja mér var sagt að rembast af fullum krafti og þá loks fór vatnið, þá var farið að athuga stöðu málanna á dömunni því þeim fannst eitthvað bogið við leguna hjá henni, inn á deildina komu fullt af fólki og þá kom líka í ljós að daman væri stijandi, þeim brá nú aðeins við það og var þreyfað á fullu og mér sagt að rembast eins og ég gæti enda var hún komin svo langt að ég varð að klára, jæja loks kom fyrriparturinn og hendur og höfuð eftir og þurfti aðeins að tosa í hana með rembingum og þá kom hún út kl 23:25.
Henni var skellt uppá mig og klemmt og klippt á strenginn í flýti og hún tekin og gefið súrefni til öryggis og gerð sæt og fín og hún skældi aðeins og kom svo í mömmu fang, hún var pínu sljó eftir fæðinguna þess vegna var hún tekin í flýti eftir að hún fæddist, svo lá hún bara hjá mér í smátíma og fólk fékk fréttir um að hún væri mætt einum og hálfum tíma eftir að ég fór inn á stofuna. Síðan á meðan það var verið að leyfa litlunni að kúra hjá mömmu sinni var athugað hvort ég hafði rifnað eitthvað en svo var nú ekki, fylgjan kom innan við 5 mínútum eftir að skvísan var komin í heiminn.
Síðan var daman mæld og vigtuð og voru tölurnar 2440 grömm og 46 cm eða tæpar 10 merkur og er alveg yndisleg í alla staði :)