Hæ þið öll, mig langar að leita ráða hjá ykkur þar sem ég veit ekki hvert annað ég get leitað…

Þannig er mál með vexti að ég er 21 árs gömul ( fædd árið 1980) Ég er búin að vera í sambúð í þrjú ár og á eina stelpu sem er 1 1/2 árs gömul. Nú loksins er ég að verða búin að ná mér eftir hina meðgönguna er reyndar enn of feit en að öðru er loksins að koma sá tími að ég get farið að gera eitthvað fyrir sjálfa mig, þið vitið átt líkama minn sjálf. EN neinei þá þurfti ég náttúrulega að gera þau heimskulegu mistök að verða ólétt aftur:( Ég er í skóla og ætlaði kærastinn minn að fara að drífa sig í nám líka svona nú þegar við áttum að hafa efni á því. Mig langar alls ekki í barn akkúrat á þessum tímapunkti enda alls ekki einu sinniviss um að kærastinn sé sá eini rétti fyrir mig en hitt er svo annað að ég er í raun á móti þeim og alls ekki viss um að ég gæti nokkru sinni fyrirgefið mér. Mér finnst ég alls ekki eiga rétt á fóstureyðingu þar sem þetta er mér ogkærastanum sjálfum að kenna og mér finnst að maður eigi að axla ábyrgð á gerðum sínum og einnig er ég á móti því að ég eigi val um hvort ég drepbarnið mitt. Kærastinn minn er alfarið á móti því að eiga barnið en segir samt að mitt sé valið en ég get það einfaldlega ekki. Hvað ef þetta er ætlun guðs? Hvað ef ég get aldrei fyrirgefið mér? Hvað ef ég ákveð að eiga barnið og við kærastinn hættum saman, lendir þá ekki allt á foreldrum mínum sem hafa engan vegin efni á því? Gæti ég þánokkurn tíma náð í annað mann?

hvað finnst ykkur????