Snemma í byrjun september 08' fór mig að gruna að ég væri ófrísk. Ég gat ekki útskýrt það en þegar ég byrjaði ekki á blæðingum á réttum tíma var ég orðin viss. 5 dögum seinna tók ég óléttupróf og fékk grun minn staðfestann.
Ég og unnistu minn glöddumst mikið yfir þessu, enda höfum við lengi þráð að fjölga okkur. Ég fór í fyrsta snemmsónarinn komin 6 vikur og 2 daga á leið, litla krílið sást greinilega og þarna var þetta líka fallegasta hjarta í heimi. Við vorum svo hamingjusöm.
En hamingjann stoppaði stutt. Eftir 7 vikunna fer ég að verða fárveik. Ég hætti að geta staðið bein, ég gat ekki tekið til, mætt í nám eða vinnu og ég hafði enga list á mat. Næstu vikur urðu verri og ég fór að fá sárann sting í hægri síðunna.
Í 12 vikna mæðraskoðun kvarta ég sárann í ljósmóður minni. En hún segjir mér að svona eigi þetta bara að vera. Það sé óþægilegt að vera með barni og ég skuli ekkert vera að leggjast í þennan aumingjaskap. Ég hlustaði auðvitað á hana og fór að synda að hennar ráðleggingu. En allt kom fyrir ekki, verkirnir ágerðust og ég grenntist heilann helling.
Loks kom að 16 vikna mæðraskoðun. Ég kvarta enþá sárar. Hveina jafnvel og vil fá að tala við lækni um þetta. Ljósan verður fúl út í mig og segjir mér að þetta séu bara togverkir, ég skuli nú taka mig til og kaupa mér meðgöngubelti og snúningslak. Ég fer frá henni, alls ekki sátt og hringi að lokum í heimilislækninn minn. Hann tekur undir með ljósunni og segjir mér að fara í meðgöngusund.
Ég verð veikari og veikari dag frá deigi. Ég fer að fá sársaukaköst og er hætt að geta borðað, allur matur fór öfugt upp úr mér og ef ég kom eitthverju niður var það vatn, frostpinnar og franskar. Meira var það ekki.
Á 19. viku gefst unnusti minn upp eftir að horfa á mig detta í gólfið af sársauka í enn eitt skiptið og hann fær mig til að fara upp á læknavaktina í Kópavogi þar sem við bjuggumst bara við því að heyra að ég væri aumingi og ólétta ætti að vera óþægileg, maður harkaði hana bara af sér. En þegar ég loks kemst inn til læknis þarna grunar hann strax að eitthvað mikið sé að. Ég er send upp á bráðamótöku þar sem ég er lögð inn á meðgöngudeild í algjöra rúmlegu.
Blóðprufurnar mínar voru ekki góðar.
Ég var með sýkingu.
Ég var með bullandi hita.
Ég var komin af stað í fæðingu.
Og þessir verkir sem átti að vera eðlilegir samkvæmt lækni mínum og ljósmóður voru það slæmir að mér var gefið mórfín í æð við þeim.
Enginn vissi afhverju.
Ég fæ fjórar mismunandi tegundir af pensilíni í æð til að ná sýkingunni niður. Enginn sá hvar sýkinginn var en þegar hún hafði loksinns minkað var ákveðið að reyna neyðarsaum til að bjarga dóttur minni og er ég mjög þakklát fyrir læknanna á Landspítalanum fyrir að gera allt sem í þeirra valdi stóð.
En krampafloginn hættu ekki þrátt fyrir sauminn og minni sýkingu. Belgurinn lak neðar og að lokum var ekki hjá því komist að dóttir mín kæmi í heiminn svona mikið fyrir tímann.
Hún fæddist andvana. Aðeins 313 grömm og 26 cm eftir 21 vikna meðgöngu.
Eftir að hún fæðist er hægt að skoða mig allmennilega og í ljós kemur að botnlanginn í mér er bólginn og hann olli þessu öllu. Lystarleysi, þyngdartapi, sýkingu, krampakendum flogum og að lokum fæðingu dóttur minnar. Litla fallega stelpan sem fékk aldrei að verða stór.
Ástæðan fyrir því að ég vil deila þessari sögu með sem flestum er sú að við erum öll mennsk. Við gerum öll mistök og við ættum aldrei að trúa öllu sem okkur er sagt, heldur fá annað álit. Vonandi lærið þið af mínum mistökum og þurfið ekki að borga eins mikið fyrir ykkar.
Að hafa skoðun er réttur allra. Ég á mínar og þú átt þínar, þú mátt tjá þig um þínar skoðanir en ekki þröngva þeim upp á mig