Ég er svolítið forvitin að vita hvernig þetta er/var hjá ykkur.
Ég get t.d ekki undir nokkrum kringumstæðum látið kók inn fyrir mínar varir og ég sem var þvílíkur kókisti hér áður fyrr. Ég gat drukkið það á síðustu meðgöngu, kannski þess vegna sem sonur minn er svona sólginn í kók….*roðn*.
Ég er alveg sjúk í saltlakkrís, appelsínusafa (og appelsín er eini gosdrykkurinn sem ég get drukkið)smurbrauð (smørrebrød; rúgbrauð með remúlaði, steiktum lauk, káli eða einhverju álíka).
Allra fyrst á meðgöngunni var ég einstaklega hrifin af rúgbrauði með kartöflusalati.
Núna gæti ég borðað bakaðar kartöflur í tonnatali (t.d eitt kvöldið fékk ég mér þrjár heilar svoleiðis) og þá með smjöri og Season All.
Á fyrri meðgöngunni gat ég látið endalaust í mig af osti en núna vil ég ekki sjá hann og ég get ekki horft á kjöt án þess að kúgast (var svona á báðum meðgöngunum).
Ég las einhverstaðar að þetta sé nú bara af því líkaminn hefur aukna þörf fyrir þetta sem maður sækir mest í en mér finnst það svolítið skrýtið þar sem ég hef t.d alltaf drukkið rosalega mikla mjólk og sú þörf hefur aukist til muna eftir ég varð ólétt (á báðum meðgöngunum). Svo hef ég heyrt að sumar konur hafa látið ofan í sig kertavax, skósóla, leir og ég veit ekki hvað og hvað en varla eru efni í þessu sem líkaminn þarfnast…
En endilega segið frá ykkar löngunum (og ólöngunum hehehe).
Kv,
pernilla