Ég er búin að vera að velta svolitlu fyrir mér…
Ég á eins árs dóttur sem er alveg yndisleg, en það er svo skrýtið, að oftast á virkum dögum þegar hún þarf að vakna og fara á leikskólann snemma, oftast um átta leytið, (því ég er í skóla) er hún rosalega þreytt og ég þarf oft að vekja hana! samt fer hún alltaf snemma að sofa, eða um átta leytið, og sefur á daginn í 2 til 4 tíma (líka um helgar). en allavega, það sem ég var að spá, er að um helgar þegar hún getur nú sofið eins og hana lystir á morgnana - er hún alltaf vöknuð um 7 leytið eins og ekkert sé. Samt fer hún oft ekki að sofa um helgar fyrr en um 10 leytið. Þetta er frekar pirrandi, þegar mamma og pabbi eru þreytt og vilja kúra, þá er sú stutta alltaf vöknuð og til í að fara að sprella. Mér finnst þetta svo skrítið! eru einhverjir fleiri sem eiga svona börn? af hverju er þetta eiginlega? erfitt að vakna á virkum dögum en rise and shine um helgar!
:)