Lilja var lögð inn á sunnudag 21. jan kl 20, við vorum búin að taka barnaspólur á bókasafninu og skelltum spólu í og kúrðum öll upp í rúmi, svo klukkutíma seinna var kominn tími til að fara í sótthreinsibað og það sem mín dama gargaði hahahaha. Eftir það héldum við áfram að horfa á videó og Lilja sofnaði ekki fyrr en kl 00, en við foreldrarnir sváfum ekki neitt. Um morguninn var hún vakin kl 7 og fór aftur í sótthreinsibað og fór svo kl 8:30 niður í svæfingarherbergið. Þar fékk hún kæruleysis lyf í rassinn og það var ekkert smá fyndið að sjá hana, alveg eins og hún væri blindfull, hálftíma seinna fékk hún meira kæruleysis lyf og svo var nálinni komið fyrir í handarbakinu en það eina sem heyrðist í hennar var svona kvörtunar ái, 5 mínútum seinna var okkur sagt að okkur væri óhætt að fara núna. Það var rosalega erfitt að kveðja hana og ennþá sárara að hún þekkti okkur ekki, út af kæruleysis lyfinu, sem er reyndar betra fyrir hana en samt sárt. Svo tók við þessi endalausa bið. Við reyndum að hugsa ekki um hvort að þau myndu koma hjartanu hennar aftur í gang og öll áhættuatriðin sem skurðlæknirinn var búinn að segja okkur frá. Kl 10:30 hittum við Gunnlaug sem var að koma frá skurðstofunni og þegar við sáum hann þá var hann brosandi :) það var mikill léttir og hann sagði okkur að allt gegni vel, þeir væru búnir að skera og skera í sundur bringubeinið og væru búnir að finna gatið (sem kom í ljós að voru fleirri en eitt). Kl 13 kom hjúkkan okkar hún Ragnhildur (alveg yndisleg stelpa) og labbaði með okkur upp á gjörgæslu þar sem við töluðum við Bjarna Torfasson skurðlækninn (kraftaverkamaður :). Eftir smá bið fengum við að fara inn til hennar, hún var aðeins farin að vakna og var að reyna að hósta slöngunni upp og það var mjög erfitt að horfa á þetta, heyra veiklulegan grátur eða átti að vera grátur og svo kúgaðist hún við að reyna að gráta, þá gáfu þeir henni róandi og svefnlyf og héldu henni sofandi í klukkutíma. Tveim tímum eftir aðgerðina var hún farin að lemja læknanna hahahhaa og þeir voru mjög ánægðir með þessi viðbrögð hjá henni ;). En svo var komið að því að taka öndunarvélina og þá flippaði ég :/ Þegar þeir tóku slönguna þá byrjaði hún að draga andann eins og þeir gera sem eru að kafna og ég hélt bara að hún væri að deyja. Maðurinn minn fór með mig fram áður en ég fengi móðursýkiskast og huggaði mig og róaði. Þegar þetta var allt saman búið þá fórum við aftur inn til hennar og þá var hún sofnuð aftur. Hún var alltaf að vakna og reyna að gráta þannig að hjúkkunar stækkuðu skammtinn af morfíninu. Rosalega var gott að hafa þessar hjúkkur þarna, það var alltaf ein kona yfir henni og hún var alltaf að athuga slöngurnar, tæma drenslöngurnar (þar sem blóðið kemur út) og þvaglegginn og alltaf var hún að dúillst með hana :) Smátt og smátt vaknaði hún betur og það fallegasta sem ég hef heyrt er þegar ég var að knúsa hana og hún hvílsaði “mamma passa”. Um nóttina var hún orðin meira eins og hún á að sér og var farin að kunna á hjúkkurnar, þær sögðu mér að þegar hún var vakandi að þá snéru þær henni og tékkuðu á öllum tækjum og mín var farin að loka augunum þegar hún sá að þær voru að koma og þykjast sofa hahahahaha :) Svo var ég að aulast til að lesa hjúkkuskýrsluna þar sem stóð að læknarnir höfðu átt erfitt með að koma hjartanu í gang eftir aðgerðina og þá fékk ég sjokk, af hverju var okkur ekki sagt frá því!!! Okkur var bara sagt að hún væri tengd við gangráð ef að eitthvað myndi gerast og þá væri hægt að gefa henni stuð já og svo stóð “móðirin var frekar kvíðin fyrst þegar hún kom upp en hefur róast núna” hahaha úff ég var meira en kvíðin ég var drullu hrædd :) En svo fórum við niður á barnadeild kl 2 daginn eftir aðgerðina, henni gekk svo vel og fékk að fara fyrr. Þar spurði ég Gunnlaug út í þetta sem ég las og hann sagði að hjartað hefði alveg farið í gang en það hafi slegið vilaust og þess vegna væri hún með gangráð (en slökkt á honum). Smátt og smátt var morfín skammturinn minnkaður og hún fór öll að hressast og vera kát. Hún stjórnaði alveg hjúkkunum og rak meira að segja eina út úr herberginu hhahahahahahahahha hún horfði á hjúkkuna og benti að hurðina og sagði “fram” LOL og eftir það þorðu hjúkkurnar ekki að athuga slöngurnar nema að fá leyfi hjá henni fyrst ;) En 25. jan fórum við heim og allt gengur eins og í sögu og hún fær að fara í leikskólan 25 febrúar :)
Ég er svo ánægð að þetta sé búið og það er svo mikill léttir og loksins er ég farin að sofa almennilega :))) En jæja best að hætta þessari munnræpu þetta er orðið frekar langt.
Takk fyrir þið sem nenntuð að lesa
Kveðja
HJARTA
Kveðja