Hjá verkalýðsfélaginu ykkar er hægt að fá svokallaðann vagnstyrk. Einu skilyrðin eru þau að á seinustu 12 mánuðum þarft/þurfið þú/þið að hafa unnið sem svara 6 mánuði (semsagt borgað í verkalýðsfélagið 6 eða fleiri mánuði á seinustu 12 mán). Svo þarf að koma með fæðingarvottorðið, sem þau ljósrita, og svo fær hvort foreldri 27 þús. ef skilyrðin eru uppfyllt! Þetta er kallaður vagnstyrkur vegna þess að ef báðir foreldrar uppfylla skilyrðin (bæði geta sótt um) þá fáið þið 54 þús. sem dugar c.a. fyrir nýjum vagni! Þetta er einn af þessum styrkjum sem maður er ekkert látinn vita um, vegna þess að enginn vill gefa manni pening! Farið strax og athugið þetta hjá verkalýðsfélaginu ykkar!
Upplýsandi
Gromit