Ég á litla dóttur og er ennþá í barneignarfríi. En í janúar er barneignarfríinu mínu lokið og þá hætti ég að fá laun. Mig langar alveg afskaplega mikið til að vera áfram heima hjá barninu mínu, hugsa um hana, sjá um heimilið og vera svona þessi týpíska heimavinnandi húsmóðir (eða ekki svo týpíska lengur). En það er spurning hvort að við getum lifað á launum mannsins míns eingöngu og mér skilst að hann geti ekki fullnýtt skattkortið mitt vegna þess að einhverjar kvennréttindakellingar vildu það ekki því að það myndi hvetja konur til að vera heimavinnandi. Mér skilst að þessar kellingar séu hérumbil búnar að eyðileggja þann möguleika að mæður/feður séu heima með börnin sín bara til þess að það hvetji ekki til þess, svo að konur séu jafn margar á vinnumarkaðinum og karlar. Þannig að ég get ekki verið hjá stelpunni minni og þarf að senda hana til dagmömmu, er þetta það besta fyrir barnið? Nei það held ég ekki. Ég held að ef að mamman vill vera heima hjá barninu þá sé það öllum fyrir bestu að hún sé þar. Gerir ríkið ekkert til að hjálpa okkur sem þetta viljum? Vitið þið eitthvað hvort að ég get fengið einhverskonar húsmæðralaun eða eitthvað slíkt? Ég held samt að kvennréttnidakellingarnar hafi fengið þau feld úr gildi, er samt ekki viss.
Ég vil samt taka það fram að ég er öll fyrir jafnrétti, en eindregið á móti kvennréttindum, sérstaklega þegar þau skemma fyrir okkur sem viljum vera þessi gamaldags húsmóðir.