Ohhhhhhhhhhh, ég var búin að skrifa svo flott og langt svar en þá strokuðu guttarnir mínir allt út!!!
En að minnsta kosti hér er eitthvað af því sem ég skrifaði.
Æji greyið mitt, ekki öfunda ég þig að vera í þessari aðstöðu.
Persónulega myndi ég aldrei geta farið í fóstureyðingu, en það kemur þessu máli ekkert við.
Það er greinilegt að þig langar virkilega í þetta barn og kannski það hafi orðið til til þess að sýna þér að it was meant to be?
En að minnsta kosti…
Það að maðurinn þinn hafi misst vinnuna getur komið fyrir alla, því miður.
En sem betur fer er það oftast tímabundið ástand.
Og mjög líklegt að hann verði búinn að fá vinnu þegar þú ferð að fæða barnið. Annars kemst hann vitanlega á atvinnuleysisbætur. Ekki láta það að hann sé atvinnulaus í augnablikinu hafa áhrif á ákvörðun sem breytir lífi ykkar að eilífu..'Eg meina, þetta er barn sem við erum að tala um..og þó að atvinnulaysi sé hræðilegur hlutur, er það ekki endir alls :)
Þú ert nýbyrjuð í skólanum og ekkert sem segir að þú þurfir að hætta þar.
Þú gætir þess vegna farið seinna meir í fjarnám. ‘Eg er í svollish og það er ÆÐI!
Hins vegar er það frekar dýrt, svo það er kannski ekki það besta fyrir þig í bráð.
Gætirðu ekki talað við mömmu þína eða pabba, eða tengdaforeldra þína og spurt þau álits. Lagt fram hve ólíkar skoðanir ykkar eru á þessu og þau kannski hjálpað ykkur. Þau gætu þess vegna fengið hann til að skipta um skoðun. Að minnsta kosti myndi ég persónulega tala við mömmu mína og pabba, því mömmur eru með bestu ráð í heimi og ef allt fer á versta veg fjárhagslega geta þau kannski hjálpað ykkur eitthvað?
Að minnsta kosti er líka gott að vera búin að tala við þau ef allt færi á langversta veg og þú og maðurinn þinn mynduð hætta saman..þá gætiru örugglega fengið stuðning hjá þeim. (Ef þú átt mömmu og pabba).
Það að þú sért 19 að koma með annað barn er bara eins og ég. Og ég er sko að standa mig vel í stykkinu að mati allra og þú gerir það eflaust líka. Aldurinn segir lítið til um hvernig manni gengur, eins og þú veist eflaust nú þegar :)
Ef maðurinn þinn er á móti þessu barni, en þú getur ekki hugsað þér að eyða því , þá er ég sammála GlinGló og segi að þið hafið kannski ekki átt að evra saman? Þó það sé leiðinlegt finnst mér skrítið að maðurinn þinn skuli ekki bara taka orðnum hlut. ’Eg meina börn eru gerð af ást, ekki satt? Og barnið er hluti af ykkur báðum! Þess vegna finnst mér líka ósanngjarnt að me´r finnst eins og hann sé að láta líta út fyrir að þú sért sú eina sem skapaði blessað barnið.
'Eg myndi hugsa mig VERULEGA vel um áður en ég færi í fóstureyðingu. ‘Eg þekki fullt af stelpum sem hafa gert það (reyndar flestar ef öðrum ástæðum) og sjá eftir því enn þann dag í dag…
Þetta er ofsalega stór ákvörðun..en þú veist Það líka :)
Að minnsta kosti gæti verið gott fyrir þig að ræða við annað hvort einhvern hlutlausan aðila eða þá einhvern sem þú þekkir og veitir þér stuðning, hvaða kost sem þú kannt að taka :)
Því stuðningur er ofsalega stórt atriði. Verst að þú fáir hann ekki frá manninum þínum. Ef hann bara væri í skýjunum yfir því að vera að fá annað barn! En það er víst bara óskhyggja.
Að minnsta kosti…hlustaðu líka á sjálfa þig, ekki abra hann. Hann má ekki vera sá aðili (Eingöngu) sem ákveður að fóstureyðingin verði fyrir valinu,. Það sem þú velur mun hafa meiri áhrif á þig en hann (let´s face it)..
Svo elskan mín, veldu vel….
En gangi þér bara vel og mundu að valið er þitt .:)
En ef það skiptir einhverju máli, þá til hamingju með barnið!! ’Eg veit hvað þú þráðir það, því ég var einu sinni í svipuðum sporum, minn vildi ekki annað barn, en skipti SEM BETUR FER um skoðun…af sjálfsdáðun..
Til hamingju og veldu nú bara það sem þú sjálf vilt!!
Kær kveðja og góðir straumar, Blubba…