Ég bara verð að deila því með ykkur að ég vara í foreldraviðtali vegna dóttur minnar á leikskólanum í dag, og ég er hreint út sagt að rifna úr monti.
Hún fær hæðstu einkun á öllum sviðum hjá þeim á leikskólanum.
Ég var einmitt svo hrædd um að hún væri svoltið einræn og ætti erfitt með að tengjast hinum börnunum, vegna þess að hún er svo sjálfri sér nóg hérna heima, en svo er ekki.
Hún er mjög félagslynd og duglega að leika sér að öllu mögulegu. Samt finnst henni nú skemmtilegast að perla og lita, en hún er þá aldrei ein, heldur sitja þau nokkur saman og dunda sér og spjalla saman um leið.
Ég nú líka svona montin afþví að í 3 1/2 árs skoðuninni var bara sett útá hana og hún sögð á eftir í þroska samkvæmt þeirra staðli, sem mér finnst algjör vitleysa, því hún er mjög skýr og dugleg stelpa. Svo ég bíð spennt eftir að fara í foreldraviðtal hjá drengnum og sjá hvernig hann kemur út :)
Ég bara varð að deila þessu með ykkur.
Kveðja Sheena :o)