Hvað gerir maður eiginlega þegar 3 ára sonur manns er með flensuna og vill ekki snýta sér!

Greyið strákurinn er svo stíflaður, við notum svona barna nefúða og hann er mjög sáttur við það og vill nota það. (Við notum hann í hófi).

En hann kann bara ekki að snýta sér, hann býr bara til svona snýtu-hljóð með munninum og blæs!! haha..

Ég keypti bara svona “nefsugu” til að redda honum ef að hann er mikið stíflaður. En hann er bara sjaldan kvefaður að kannski er það þess vegna sem hann kann ekki að snýta sér. Ég veit það ekki.

Er hægt að kenna börnum að snýta sér?? Ég er búin að reyna allt held ég, sýna honum, lýsa því fyrir honum og allt saman.

En hann bara vill það ekki! :)

Ef að þið hafið einhver góð ráð hvernig hægt er að kenna krökkum að snýta sér, þá endilega látið mig vita! :)

Hann er bara svo mikill snuddukall ennþá að það er náttúrulega algjört vesen líka!! Hann getur ekkert verið með stíflað nef og verið með snudduna líka! :)
Svo fer hann bara í vont skap og biður um að fá að snýta sér en blæs svo bara eins og lúður í bréfið!! hahaha…

jæja nóg um það…

Ég bíð spennt eftir góðum ráðum!

kveðja
honeybun
kveðja