Staðreyndir málsins:
Hann er 7,5 mánaða.
Brjóstagjöfin gengið mjög vel, nema að hann var mjög kröfuharður í byrjun,drakk allt að 18 x á sólarhring og minnkaði það í raun ekki fyrr en hann fór að fá að borða. Við 6 mánaða aldur kominn með fullan matseðil og þá fyrst var brjóstagjöfin komin niður í á 4ra tíma fresti (já hann ER matargat).
Í janúar erum við búin að minnka niður í 4 x á sólarhring og annað brjóstið í einu. Hann fær að drekka milli kl. 5-6 á morgnana, aftur kl. 9-10, kl. 5-6 síðdegis og svo fyrir svefninn.
Ég mjólka mjög vel ennþá (eins og gefur að skilja eftir alla þessa örvun). Aðalvandamálið núna er að hann drekkur mismikið svo stundum er ég að fást við “fótboltabrjóst” og mjólkurleka um nætur.
Hann borðar vel úr öllum fæðuflokkum og er farinn að fá nýmjólk í stað þurrmjólkur (með grautum og c.a. 2 pela á dag).
Hann fílar brjóstið enn mjög vel en pelann líka. Hann notar snuð um svefntíma (byrjaði á því um 5 mánaða þegar brjóstagjöfin fór niður í svona 10-12 x á dag).
Hann sofnar stundum við brjóstið núna (alltaf fyrstu mánuðina) en ekki alltaf.
Mér finnst brjóstagjöfin ekkert ánægjuleg, líkamlega séð, ég er ekki ein af þeim sem njóta þess að gefa brjóst, frekar svoldið svona óþægilegt en auðvitað gefur manni það andlega að sjá hvað barninu finnst þetta gott.
Eldri strákurinn var á brjósti alls í 7,5 mánuði, ég fór að vinna þegar hann var 6 mán. og þá fjaraði brjóstagjöfin út smám saman. Gekk mjög vel.
Ég fer að vinna eftir 2 mánuði og ætla a.m.k. að vera hætt þá.
Plúsar við að halda áfram:
Áframhaldandi jákvæð tengslamyndun? Mamma ER best :)
Erfitt að slíta síðustu leifarnar af naflastrengnum!
Kannski fara aukakílóin að fara? (Hafa ekki sýnt fararsnið enn)
Brjóstamjólkin væntanlega næringarríkari en nýmjólkin, þyrfti kannski annars að skipta aftur yfir í þurrmjólk?
Þægilegra (auðveldara) en að gefa pela.
Ég mun halda áfram að reyna að borða hollt fæði og ekkert bús.
Plúsar við að hætta:
Meira frelsi, hann orðinn svolítið háður mér.
Gæti aftur notað brjóstahaldarana mína!
Gæti fengið mér kaffi og koníak á laugardagskvöldi (ein af lystisemdum lífs míns sem ég hef verið án í 1,5 ár)
Kannski hættir hann þá að vakna milli 5 og 6 á morgnana og þá þarf ég ekki að fara að sofa kl. 10 á kvöldin eins og nú er!
Líkamleg þægindi, (fæ að eiga brjóstin mín aftur sjálf).
Losna við mjólkurflæði um nætur og stíflur á daginn.
Að lokum, vantar mig smá upplýsingar ef þið vitið: Hvert er næringargildi brjóstamjólkur þegar barnið er á þessum aldri? Maður hefur heyrt að það sé alltaf besta næringin fyrir barnið, líka eftir 6 mánaða aldur en líka heyrt að þetta sé núna eiginlega bara tómt glundur!
Og varðandi ónæmiskerfið, áframhaldandi brjóstagjöf núna og þegar barnið er farið að borða allt mögulegt hefur varla ennþá fyrirbyggjandi áhrif á ónæmiskerfið eða hvað?
Jæja elskurnar mínar, allar ráðleggingar og hugmyndir vel þegnar!
Kveð ykkur,