Við fórum inn á fæðingarstofu þegar ég var komin með um 7 í útvíkkun, ég byrja á því að fara í baðið.
Ég bað kærastann um að láta systir mína vita því hún og mamma ætluðu að vera viðstaddar  svo hann lætur hana vita og hún kemur um hálf 1 (21 júní kominn) svo þegar ég kem uppúr baðinu þá fer ég upp í rúm og reyni að slappa af, verkirnir voru farnir að vera miklir og sárari, tíminn leið og ekki leið á löngu að ég var komin með 9 í útvíkkun og ekki með neina deyfingu, ákvað var að kalla á svæfingarlæknir til að mænurótadeyfa mig því þetta var orðið svo sárt og ég orðin mjög svo þreytt, á meðan verkirnir voru svona sárir reyndi ég að nota glaðloftið, og kreisti hendurnar á kærastanum mínum af öllum krafti, mamma var að nudda á mér mjóbakið sem var mjög þæginlegt og systir mín að reyna fá mig til að drekka en ég hafði enga lyst á því að drekka.
Svo þegar að svæfingarlæknirinn var kominn var hafist handan, ég var með svona líka bullandi hríðir og gat alls ekki verið kyrr, læknirinn sagði mér að reyna að gera kryppu á hrygginn alveg eins og ég væri reiður köttur, ég reyndi af bestu getu en það tókst ekki, svo svæfingarlæknirinn hætti við og vildi reyna aftur seinna.
Á meðan allt var svona sárt var mamma að reyna styðja mig af bestu getu en ég sagði henni að fara frá andlitinu á mér því það væri fiskifíla af henni (sem enginn annar en ég fann) svo einnig sagði ég henni að borða mig, en meinti þó ekki alveg þannig, var svöng og ekki alveg á þessari plánetu.
Læknirinn kom aftur og reyndi aðra tilraun, ekki gekk hún heldur upp, þar sem ég er það fött.
Ég fékk síðan einhverja sprautu í rassinn, eftir sprautuna náði ég að sofna smá á milli hríða, það var orðin 1 og half mín eða eitthvað álíka á milli verkja, loks þegar ég var komin með 10 í útvíkkun byrjaði rembingurinn hann stóð yfir í 2 og hálfan tíma c.a og svo loks þegar að kollurinn sást reyndi ég af bestu getu að koma barninu út en var orðin of þreytt til þess og var þá kallað á aðstoð með sogklukku, eftir held ég 3-4 rembinga kom líka þessi myndarlegi drengur, svo smár og fallegur.
Stuttu seinna kom fylgjan en hún var farin að kalka smá.
Klukkan var 07:49 þegar litli fallegi drengurinn okkar kom í heiminn, vóg 11 merkur eða 2650 gr og var 47 cm 
Við vorum síðan færð inn á herbergi og þar átti að reyna koma litla manninum á brjóst, það gekk smá brösulega í fyrstu en gekk svo í endann, hann fékk ábót eftir hverja gjöf.
Systir mín skellti sér í vinnuna kl 8 um morgunin, mamma og kallinn fóru heim að hvíla sig, ég lagði mig svo í klukkutíma um 11 leytið.