Ég var að glugga í nýjustu vikuna áðan og rakst á eina grein þar sem mér fannst soldið áhugaverð. Þannig er að ég þekki til á þónokkrum heimilum þar sem eru ungir krakkar sem eru svona rétt að átta sig á því að þeir geta stundum fengið að ráða en reyna það aðeins of oft með frekjunni.
Ráðleggingar til foreldranna hljóðuðu nokkurnvegin svona:
1) Gerið ykkur grein fyrir því að barnið tekur oft upp matarvenjur annarra í fjölskyldunni. Reynið að fá eldri börnin til að hrósa matnum og gætið þess að sýna sjálf gott fordæmi
2) Gætið þess að barnið eyðileggi ekki matarlystina með því að drekka of mikið á milli mála. Ekki gefa því annað en vatn að drekka eftir því sem nær dregur matartíma og leyfið því ekki að dreakka fyrr en allur maturinn er búinn af disknum.
3) Ekki láta matartímana verða keppni um viljastyrk
4) Gætið þess að nota aldrei mat sem refsingu, verðlaun eða hótun. þetta getur leitt til átröskunar þegar barnið eldist.
5) Ekki múta barninu, þvinga matinn ofaní það eða grátbiðja það að borða matinn sinn. Ef barnið neitar að borða ákveðinn mat er best að lofa því að ráða. En gætið þess að banna át á milli mála.
kv.
*krúsídúllan*