Jæja,hér er heil uppspretta af góðum ráðum…..er það ekki annars ???? :) :)

Þannig er að strákurinn minn sem er á sjöunda ári pissar enn undir…

Það er búið að prufa eitt og annað en núna eftir að það síðasta klikkaði þá er ég ráðalaus.(þ.e nema að leita til læknis aftur og vil helst sleppa því í lengstu lög )

Þegar hann var rúmlega 5 ára og þetta vandamál enn að hrjá hann(var þá eiginlega alltaf bara með bleyju á nóttunni en um 5 ára þá fór hann að stræka á það) þá leitaði ég til barnalæknis sem vísaði okkur áfram til skurðlæknis sem að ákvað að prufa lyfjameðferð í 1 ár,strákur tók lyfið ,við létum hann alltaf pissa áður en við fórum að sofa og ekki drekka eftir kvöldmat osfrv.
Og það urðu sárafá slys.Svo að hann er látin hætta á lyfinu eftir árið,og það er allt í fína í nokkra mánuði,pissar ekki undir nema einstöku sinnum ennþá wc-ferðir eftir að hann sofnar og þessi sömu “típísku” ráð….en svo alltí einu þá fer hann að pissa undir aftir….og þá stundum 2-3svar á nóttu.
Svo datt ömmu hans í hug að prufa umbunarkerfi(ég var búin að prufa límmiða,virkaði ekki) hún setti 50 kr í bauk fyrir hverja nótt sem var þurr en tók 50 kr úr fyrir hverja sem var það ekki…og viti menn þetta virkaði :) 3 heilar vikur og ekkert slys!!
Við auðvitað rosa glöð en núna eru komnar 3 nætur í röð sem hafa ekki verið þurrar og meira að segja þá sofnaði hann kl 21 í gærkvöldi og þegar ég ætlaði að láta hann pissa kl 23 þá var hann búinn og svo þegar ég vakti hann í morgun þá var hann aftur búin að pissa!!! arg rosa pirrandi en ég hef aldrei sagt neitt í þá átt við hann,bara “ææ,komdu nú úr þessu” og “ þarftu að pissa meira” og svona.

Nú er ég að spá hvað get ég eiginlega gert,annað en að fara með hann aftur til doksa,ég er ekki hrifin af því vegna þaess að næsta skref er blöðruspeiglun og ég hef heyrt að það sé vont og erfitt að fá svona gutta til samvinnu og fleira í þeim dúr.

PLÍS, ef þig eigið einhver ráð?????

með kveðju
harpajul(sem er að bilast á að þvo rúmföt og vakna á nóttunni)
Kveðja