Fyrir þá sem ekki vita er verið að lengja orlofið í áföngum og kemur lengingin öll til feðranna, einn mánuður á ári fram til ársins 2003 og þá er talað um að orlofið sé 9 mánuðir alls. En mér sýnist á öllu að þetta sé ekki lenging fyrir börnin því flestir feður virðast taka orlofið strax í byrjun og þá með móðurinni þannig að orlofið er bara 6 mánuðir þegar upp er staðið.
Auðvitað er það misjafnt hvað hentar fólki best og sumum er það kannski meira virði að vera heima fyrstu vikurnar en aðrir vilja lengja orlofið (eins og við ætlum að gera, pabbinn tekur við stráknum þegar mínu orlofi lýkur). En þá finnst mér svolítið hjákátlegt að tala um að orlofið sé 9 mánuðir árið 2003. Hefði ekki verið nær að innleiða t.d. 2ja vikna extrapabbafæðingar-mömmuaðstoðarorlof strax eftir fæðingu (fyrst það er svona mikil þörf fyrir það) og síðan kæmu þessir 3-6 mánuðir?
Hvað finnst ykkur?
Hvað gerðuð þið/ætlið þið að gera?
Eru mömmurnar kannski bara upp til hópa heimavinnandi áfram að loknu fæðingarorlofi þannig að þetta skiptir ekki máli?
Eru (o.k. nú verða sumir súrir!) pabbarnir kannski bara að kría sér út smá svona þægilegt aukaorlof, barnið á brjósti og mar þarf bara ekkert að gera, í staðinn fyrir að þurfa að basla einn heima með barnið?!
Kveð ykkur,