Þó held ég að það allra erfiðasta við að reyna að hafa alltaf opið á leikskólum er að, einmitt börnin eiga mjög erfitt með að fá ný andlit til sín, sérstaklega þegar um er að ræða yngri deildirnar, sum börn er maður marga daga að ná til. svo koma vandræði með nýju starfsfólki eins og veikindin sem fylgir því að vera nýr á leikskóla, það þyrfti semsagt að ráða manneskju til að vera til vara, sem enn og aftur myndi auka á útgjöld fyrir einstaklinginn og ríkið. Sumarfríið er tilkynnt með mjög góðum fyrirvara hjá flestum ef ekki öllum leikskólum með það í huga að fólk geti samhæft sitt sumarfrí með sumarfríi leikskólana.
Og það er mikið um það að foreldrar ætlast einmitt til að við séum þjónustufólk fyrir þau, þessir foreldrar ættu að koma og vinna í viku og sjá hvað þetta er erfitt, þetta er eitt mest gefandi og skemmtilegasta starf sem ég hef unnið, en þetta er miklu erfiðara en að taka 15 tíma vakt í matvörubúð þrjá daga í röð. Og það þekki ég af reynslunni.
Svona er kerfið með sumarfríin, þetta var svona, er svona og mun að öllum líkum verða svona áfram, því þetta er það hagkvæmasta, þægilegasta og besta, séstaklega með börnin í huga, því þau eru jú það mikilvægasta og viðkvæmasta gagnkvart breytingum í umhverfi.