Hæ núna er sunnudagur og við erum upp á spítala. Við fórum fyrst á fimmtudsaginn og svo aftur á föstudag til að gera fullt af rannsóknum á henni. Engillinn minn er ný sofnuð og kl er 23:52, ég get ekki sofnað og ekki heldur pabbinn. Stóra stundinn er kl 8 en við verðum vakin 6:45 til að fara með hana í sótthreinsibað eins og við gerðum í kvöld og svo bara að bíða eftir aðgerðinni. Við leggjum af stað kl: 7:45 og sem betur fer þá fær hún það mikið kæruleysislyf að hún veit ekkert af því þegar við þurfum að fara, þannig að ég á ekki eftir að heyra hana garga “MAMMA PASSA” eins og hún er búin að segja síðan á fimmtudag. En jæja best að fara að skoða meira í tölvunni og ég kem með fleirri fréttir þegar ég hef tíma :)
Kveðja
HJARTA