Þegar ég stoppaði seinast var ég semsagt komin 6 vikur á leið og núna kemur framhaldið: Meðgangan!
Daginn eftir þessa merkilegu uppgvötun fór ég í vinnunna og sagði yfirkokknum frá þessu. Hann tók því vel og var þakklátur fyrir að ég hafi látið hann vita og svo var óvissa í svona tvær vikur um framhaldið, en ég hefði átt að fara á samning.
Það var síðan ákveðið að ég fengi að vinna þarna en fengi ekki samning. Það var svosem allt gott og blessað fyrir utan það að ég var með mikla morgunógleði. Þið þekkið öll þessa lykt sem er í eldhúsum, en hún eykur bara á ógleðina. Það er verið að steikja kjöt, sjóða kjöt, sjóða fisk, grilla kjúkling os.frv. og það er ógeðsleg lykt af þessu öllu saman.
Í ca einn og hálfan mánuð í viðbót held ég áfram að vinna þarna. En ég missti úr mikið af dögum og fór oft heim, af því að ég var bara með hausinn ofan í klósettinu, og ef ég var ekki á klósettinu þá var ég hrædd um að það myndi koma upp úr mér og yfir allann matinn! Reyndar er misskilningur að kalla þetta morgun-ógleði, af því að hún kemur ekkert bara upp á morgnanna, hún getur verið allann daginn og er verst á kvöldin líka.
Á hverju kvöldi kveið mér að fara í vinnunna, því á morgnanna bauðst að velja um annaðhvort að borða ekki neitt og æla þá bara magasýru eða borða eitthvað og æla því eftir smá stund. Svo var ég farin að velja það sem ég borðaði eftir því hvernig var að æla því. Virkilega ógeðslegt.
Svo varð þetta auðvitað þvílíkt drama, ég var ekkert sérlega góður vinnukraftur og það er víst í lögum að það sé bannað að reka óléttar konur, en í kokkastéttinni eru flestir karlmenn sem hafa engan skilning á því hvað maður er að ganga í gegnum. Reyndar var yfirkokkurinn mjög almennilegur og var sá eini sem sýndi mér skilning, en þarna í lokin sá ég að hann var orðinn þreyttur á þessu. Það var ekki hægt að treysta því að ég mætti í vinnuna, eða hvort að ég myndi endast allann daginn.
Tíminn lýður og ég er orðin virkilega þreytt á þessu öllu saman, líkamlega og andlega. Ég gafst síðan bara upp, mætti ekki í vinnuna í viku. Svo mæti ég í einn dag og þá sé ég að það er búið að ráða nýja stelpu, en hún var pólks og kunni ekki íslensku og varla ensku, en það voru allir voða duglegir við að hrósa henni fyrir framan mig.
Í matarhlénu tala ég síðan við einn sem vildi hjálpa mér, en hann sagði mér að strákarnir hefðu þrisvar sinnum komið sér saman við yfirkokkinn og þrýst á hann að reka mig, en hann hafði verið sá eini af starfsmönnunum sem varði mig. Mig langar til þess að hætta og hafði langað það allann tímann, en ég var ekki með neitt plan, neina aðra vinnu, og hvaða vinna fer að ráða ólétta konu?
Ég fer síðan á eintal við yfirkokkinn og hann segir við mig að taka mér bara tvo daga frí og hugsa þetta. Hvað ég vilji gera. Hann er hræddur um að hafa mig vegna þess að ef eitthvað kæmi fyrir mig þá lendi hann í því, og vegna þess að hann vill ekki vera að eyðileggja mig og mína heilsu. Ég hugsa málið og ég ákveð að hætta bara. Tvem dögum seinna hringi ég í hann og mér heyrist á honum að hann sé bara mjög fegin.
Síðan kom að fyrstu mæðraskoðuninni, en það er þannig að fyrsta skoðunin er þegar maður er komin 12 vikur á leið. Hjartsláttur er tekinn og blóðþrýstingur mældur og þvagsýni tekið. Síðan er ein svona skoðun í mánuði. Kærastinn kemur með í allar skoðanir og mér finnst hann voða duglegur í þessu öllu saman.
Síðan byrjaði leitin að annarri vinnu. Eina sem mér datt í hug var að sækja um á leikskóla, því það eru örugglega einu “óléttu friendly” vinnustaðirnir. Ég fer á staðinn og sæki um og eftir viku er ég komin með vinnu. Þá eru liðnir rúmir fjórir mánuðir og farið að hægja heilmikið á ógleðinni. Hún hverfur síðan bara á fyrstu vikunni. Í þeirri viku fáum við íbúðina okkar afhenda og byrjum á fullu að vinna í henni, mála, leggja parket og fleira. Eftir mánuð eða svo erum við svo endanlega flutt inn.
Að vinna á leikskólanum var alveg æðislegt, en ég var á yngstu deild, með krökkum sem voru 1 og ½ til að verða 4 ára. Ég skráði mig í kvöldskóla og var í stærðfræði og sálfræði 3x í viku á kvöldin og að vinna frá 9 – 5 í leikskólanum. Ég lærði alveg heilmikið um börn, hvernig eigi að tala við þau og skamma þau, hegðunarreglur og fleira sem hefur nýst mér heilmikið í dag. Áður en ég byrjaði þarna hafði ég aldrei skipt á bleiu!
Ég er síðan allt í einu komin 5 mánuði á leið og tími til að fara í ómskoðun, en þá kemur í ljós hvort að það sé allt í lagi með fóstrið og hvaða kyn barnið er, ef maður vill vita það. Ég var svo viss um að þetta sé stelpa að þegar konan segir “Pungur og typpi, þetta er strákur” þá missti ég út úr mér “í alvöru!? Ég var svo viss um að þetta væri stelpa”. En ég komst fljótt yfir það og við vorum glimrandi fegin því að allt væri í lagi. Eftir þetta fer ég síðan að finna fyrir hreyfingum. Þær byrja eins og maður sé með fiðrildi í maganum, en með tímanum verða þær alltaf sterkari og sterkari og verða þá meira eins og högg.
Mánuðirnir líða og ég er bara svona frekar þægileg ólétt kona, ef svo má að orði komast. En ég fékk engin ofsaleg skapköst eða varð klikkuð í einhvern ákveðinn mat eða slíkt. Ég fékk bara smá æði í jarðaber og kíví, og jú reyndar jólaölið líka. Vinnufélagi kærasta míns átti einmitt líka ólétta konu og hann fékk víst aðeins að finna fyrir því. Það eina með mig að á svona 4 – 6 mánuði fannst mér ég vera svo feit og afmynduð. En ég var ekki með sléttan maga og fékk því ekki svona fallega, vel myndaða kúlu, heldur leit ég frekar út fyrir að vera feitari en ég var. Það fór svolítið í mig og þegar það var jólahlaðborð í Perlunni hjá vinnunni hans kærasta míns ætlaði ég sko ekki með! Átti varla nein föt sem ég passaði í, bara óléttuföt og kellingaleg föt. En ég fór síðan og það var bara allt í lagi :)
Eftir að hafa verið í vinnunni frá 9 – 5 og kvöldskólanum í svona 3 mánuði (þá komin 6 mánuði á leið) þá er ég á byrjunarstigi þess að fá grindargliðnun (þá er manni rosalega illt í bakinu og grindinni og má varla hreyfa sig) þannig að ég fékk vöktunum mínum breytt og vann bara hálfan daginn. Það gerði kraftaverk því allir auka verkir fóru og mér leið miklu betur andlega. Ekki jafn mikið stress í gangi og svona.
Í Desember förum við síðan í smá frí til Danmerkur, en þá er ég komin um 7 mánuði á leið. Þá var ég farin að geta horft á magann á mér og séð hreyfingarnar! Það var algjört æði og gaman að upplifa það.
Næturnar fóru samt að verða verri og verri, en þessi börn eiga það til að vera ekkert voðalega hress á daginn en um leið og maður legst niður þá byrjar fjörið fyrir alvöru! Hreyfingarnar héldu fyrir mér vöku og núna var kúlan líka orðin almennileg og hafði því um lítið val á stellingum. Ég gat ekki sofið á maganum (það gerist svosem ekkert fyrir barnið en það er bara mjög óþægilegt), ekki á bakinu því kúlan þrýstir svo á öll líffærin í manni og þá eru bara hliðarnar eftir, en eftir einhvern tíma á hvorri hlið varð mér bara illt og það er hellings vesen að þurfa að skipta! Þá fékk ég mér snúningslak sem hjálpaði alveg heilmikið!
Við komum síðan heim frá Danmörku 23 desember seint um kvöldið. Þegar við komum
heim er mamma búin að setja upp lítið jólatré, með seríum, kúlum og borðum, búin að kveikja á öllum jólaseríunum sem ég hafði sett upp og búin að taka til í íbúðinni! Þannig að koma heim var bara eins og að koma á hótel! Það var alveg yndislegt.
Janúar mánuður gengur í garð og ég á afmæli 20 janúar. Í afmælisgjöf fékk ég mína fyrstu vélsleðaferð! Fjölskylda mín og fjölskylda kærasta míns hittumst, við keyrðum eins langt og við komumst að sumarbústaðnum sem foreldrar mínir eiga, en þar var allt
á kafi í snjó! Hugmyndin var að fara síðan á sleðum upp í bústað, fá okkur heitt kakó og fara svo á sleðum aftur til baka. En það var allt of mikill snjór og hann var nær eingöngu púðursnjór svo það hálf klikkaði. En þetta var mjög gaman og mig hlakkar til að fara aftur á vélsleða!
Um þetta leiti er ég hætt að vinna og þá gekk hreiðurgerðin í garð! Þá fá konur þessa tilfiningu að barnið sé að koma og það verður allt að vera tilbúið! Öll föt þurfa að vera þvegin og komin á sinn stað, maður þarf að vera búin að fá sér allt helsta barnadótið t.d. rúm, skiptiborð, bleiur, nóg af fötum, taubleiur, pela, snuddur, smekki og bara you name it! Það verður líka allt að vera hreint og þessar tvær seinustu vikur var örugglega eini tíminn sem ég varð frekar fúl í skapi, alltaf að segja hluti eins og “Þetta er hallamál, á það að vera hér? Geturu aldrei hengt upp handklæðið eftir þig þegar þú ert búinn í sturtu?” og fleira svona skemmtilegt.
Núna er ég farin að fá mikla samdráttarverki, en það er þegar legið er að þenjast út og dragast saman. Er með svoleiðis alveg í einhvern tíma, en bara litla en samt þannig að þeir ollu smá óþægindum.
Þriðjudagsmorgun einn fer síðan slímtappinn, en það er eitt merki þess að kona sé að fara af stað. (Það getur samt liðið margir dagar, jafnvel vikur þangað til konan fer síðan af stað fyrir alvöru. Þetta merkir bara að eitthvað er að ske, legið er að undirbúa sig)
Þá lekur mikið og blautt slím úr leggöngunum. Þetta var mjög líkt því sem kallað er legvatnsleki, en þá springur vatnsbelgurinn og þá bara streymir legvatnið út og það er ekkert hægt að stoppa það. Allavega, ég með slímtappann minn held að þetta sé legvatn og fer upp á fæðingardeild. Ljósan kemst síðan að því að þetta hafi ekki verið legvatn svo ég fer bara heim, hálf vonsvikin yfir þessu öllu saman.
Á fimmtudeginum í sömu viku er ég síðan með mikla, kröftuga verki allann daginn. Ég man eftir því að hafa setið í sófanum heim hjá tengdaforeldrunum alveg að drepast og gat enganvegin setið kjur!
Svo fórum við í húsgagnahöllina og ég þarf að halda mér í handriðið upp rúllustigan og svona. Ég er bara alveg að drepast og hugsa með mér að þetta sé nú bara að fara að gerast.
Kl 22 um kvöldið ákveð ég síðan að við skyldum fara í göngutúr í níu stiga frosti. (Það eru mörg húsráð til að koma manni af stað, eitt af því er að fara í göngutúr, labba upp og niður stiga eða bara hreyfa sig mikið). Síðan fer ég að drekka te sem er ætlað fyrir óléttar konur, en það á að hjálpa leginu eitthvað. (Ég man ekki nákvæmlega hvað þetta te heitir eða nákvæmlega hvað það átti að gera, man bara að það á að hjálpa manni með að fara af stað). Við förum síðan að sofa nema að ég næ ekkert að sofna, ég sef bara í svona fimm mínútur og vakna aftur, alveg að drepast úr verkjum og sofna aftur.
Þannig gengur þetta þangað til kl er orðin 4, þá finnst mér þetta vera orðið mjög vont. Ég vek kærastann minn en hann segir mér að bíða, við viljum ekki fara aðra fýluferð upp á spítala. Um sexleitið er ég síðan alveg að fá nóg, vek kærastann minn og ég heimta að fá að fara upp á spítala! Hann biður mig að koma aðeins og kúra hjá honum og ræða málin, ég er nýleggst þegar ég finn eins og eitthvað hafi sprungið innann í mér. Heyri hljóð og allt. Viti menn, legvatnið fer að fossa eins og ég veit ekki hvað! Þá er þetta sko engin spurning lengur, ég er komin af stað og núna höldum við upp á spítala. . .
Þið fáið síðan að vita framhaldið í næstu grein, sem verður um fæðinguna :)