Jæja þá er læknsiferðin búin ég lofaði að koma með fréttir, við fórum í dag og yngsta stelpan var skoðuð og kom í ljós að hún er ekki með hjartagalla :)) Þær stóðu sig báðar eins og hetjur, grétu ekki neitt og voru mjög samvinnuþýðar. Opið breytist ekkert hjá Lilju Dögg og við fengum dagsetningu á aðgerðina, það er bara núna á mánudaginn 21. Við byrjum á því að fara með hana á fimmtudaginn til að skoða gjörgæsluna, taka blóðprufu, hitta svæfingarlækninn og skurðlækninn og þá verður talað um þetta allt saman aftur (Gunnlaugur sagði okkur frá þessu í dag hvernig þessu er öllu háttað) og hverjar hætturnar eru, það náttúrulega er aldrei hættu laust að fara í aðgerð :/ Á sunnudaginn verður hún lögð inn og kl 8 á mánudagsmorgun fer hún í aðgerðina og við fáum ekki að sjá hana fyrr en um hádegið aftur, þetta verða erfiðir 4 tímar. Hún verður á gjörgæslu framm á miðvikudag og fer þá ef vel gengur á almennadeild og fær svo fljótlega að koma heim. Svo eftir 5 vikur fær Lilja að fara aftur í leikskólann, þótt að hún verði orðin spræk þegar hún kemur heim af spítalanum þá má hún ekki verða fyrir hnjaski út af því að það þarf að skera bringubeinið í sundur og það tekur tíma að gróa.
Sem betur fer er þetta að verða búið og stelpan mín að verða heilbrigð og getur hlupið um eins og hún vill án þess að verða blá og ótrúlega þreytt :)
p.s ég er að drepast úr hræðslu.
Kveðja
HJARTA