Tveggja ára dreng vikið úr leikskóla
Tveggja ára gömlum dreng var í októbermánuði síðastliðnum vikið úr einkareknum leikskóla í Reykjavík. Samkvæmt heimildum DV fékk móðir drengsins uppsagnarbréf frá leikskólanum þann 5. október en þá var drengurinn búinn að vera þar í fimm vikur.
Í bréfinu stendur að starfsmenn leikskólans séu tilneyddir að segja upp dvalarsamningi drengsins þar sem hann hafi ekki aðlagast starfinu þar. Hann gráti stöðugt, þarfnist stöðugrar athygli og hafi því ekki aðlagast starfi leikskólans. Enn fremur kemur fram að hegðun hans hafi neikvæð áhrif á starfið og því ekki sanngjarnt gagnvart öðrum börnum á leikskólanum að hegðun hans haldi áfram að hamla starfinu og hafa þannig slæm áhrif á veru barnanna í leikskólanum. Samkvæmt upplýsingum DV er drengurinn nú kominn á leikskóla í Hafnarfirði og gengur að sögn vel að aðlaga hann skólastarfinu þar.
Bergur Felixson, framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, segist ekki vita um dæmi þess að slíkum uppsögnum hafi verið beitt í leikskólum á vegum stofnunarinnar. ,,Við segjum ekki börnum upp plássi því starf okkar er að leysa þau vandamál sem upp koma," segir Bergur. Einu tilfellin sem uppsögn er talin réttlætanleg er þegar um ógreidda skuld er að ræða og þá er það eingöngu eftir margítrekaðar rukkanir sem ekki hafa skilað neinum árangri. Bergur segir að hann viti þó ekki til þess að það hafi nokkurn tíma orðið að beita þessu úrræði varðandi skuldamál.
spáið í þessu
kveðja
palinas
<img src="