Það er alveg æðislegt að heyra þetta og ég vona bara að það gangi allt vel hjá ykkur! :) Mér sýnist það við lesturinn að þið séuð alveg tilbúin í þetta!
Langar að miðla til ykkar minni/okkar reynslu bara svona fyrir ykkur til umhugsunar :)
Ég er 89 módel en kærastinn minn er 84 og við eigum saman 2 og 1/2 mánaða son. Við vorum búin að vera saman í svipað langann tíma og þið þegar ég varð ólétt. Þetta var alveg óvænt og svolítið sjokk þegar við uppgvötuðum það og við vorum alveg í nokkra daga bara að átta okkur á þessu. En einhvenveginn kom fóstureyðing aldrei til greina. Ég sagði bara við kærastann minn “Ég ætla ekki að standa í þessu ein og ekki láta þér detta það í hug að láta mig gera það, þú verður bara með mér í þessu og ekkert múður!” Og hann sagði bara hvað helduru eiginlega að ég sé? Og varð frekar móðgaður hehe.
Síðan, eftir að við vorum búin að fá þetta staðfest hjá kvensjúkdómalækni (þú skalt vara kærustuna þína við, þetta er svona “dildó” sem fer inn í leggöngin með sónarmyndavél. Bara segja henni frá því, ég vissi það ekki og var ekkert sérlega sátt við að hátta mig fyrir gráhærðan kall og láta hann stinga og snúa einhverju priki þarna…) kom að því að segja foreldrunum. Mamma vissi að ég væri ólétt, út frá hegðun minni síðustu daga (ælandi og lystarlaus) og hún sagði bara til hamingju. En pabbi fékk liggur við hjartastopp! Hann var ekkert sérlega móttækilegur fyrst og talaði ekkert um þetta. Og út alla meðgönguna þá var hann frekar hlédrægur. En eftir að strákurinn fæddist þá er hann búinn að vera á bleiku skýi :P Hann fékk að passa strákinn alveg einn í dag og fannst það sko ekkert leiðinlegt hehe :P Allavega, bara ef foreldrar ykkar eru ekki alveg að ná þessu, bara gefa þeim smá tíma :)
Meðgangan fer síðan misjafnlega í konur og þú mátt búast við ýmsu frá kærustunni þinni. Til eru bækur eins og “Pabbi -Bók fyrir verðandi feður” en hún er mjög sniðug og kemur inná það hvernig kynin upplifa meðgönguna mismunandi og misskilningin sem getur orðið, líka hver tilgangur föðurs er við fæðingu og högun fæðingarorlofs. Þessi bók er allavega mjög sniðug og þó að þú teljir þig vera tilbúinn myndi ég samt lesa hana. Ég og kærastinn minn lásum hana bara saman, en mér fannst mjög gaman að lesa hana líka. Fullt af fróðleik í henni. Kærastan þín á svo að forðast bækur eins og “Konur með 1 í útvíkkun fá enga samúð” eða eitthvað þannig. Það er minnir mig samansafn af hryllings-fæðingarsögum. Frekar að mæla með bókum eins og “Upphafið” sem er skrifuð af ljósmóður sem hefur starfað við þetta síðan löngu fyrir okkar tíma. Skemmtileg bók sem undirbýr mann vel. Svo er vefsíðan www.ljosmodir.is MJÖG góð, mæli eindregið með henni, allur mögulegur fróðleikur á henni t.d. um getnað, vikulegum breytingum barnsins í móðurkviði og svör við öllum heimsins spurningum! Einnig eru til pabbanámskeið sem þú getur farið á og foreldranámskeið fyrir ykkur bæði sem mjög gott er að fara á! (Ég spurðist fyrir og það er víst ekki til neitt sem heitir mömmunámskeið..)
Fæðingin sjálf er síðan stórkostlegur atburður sem krefst mikillar líkamlegrar áreinslu af hennar hálfu. Smá ráð til hennar að vera ekki að vinna til síðasta dags, talað er um að þær sem hafa ekki hætt að vinna fyrir tímann séu ekkert hvíldar og því verr settar þegar kemur að fæðingunni. En hún er langt prósess (þetta er ekki nálægt því að vera eins og í bíómyndunum!) sem krefst þolinmæðar og þrautseigju. Misjafnt er eftir konum hvort þær vilja hafa fleiri en föðurinn viðstaddann en það má hafa 2 aðstandendur með sér. Við ákváðum að hafa mömmu mína með líka. Og það var bara æðislegt. Þið eigið sjálfsagt eftir að heyra hryllingssögur af stjórnsömum mæðrum eða tengdamömmum í fæðingum sem nánast ýta pabbanum í burtu en ég veit samt ekki hvaða mamma myndi gera það :s Okkur fannst allavega voða gott að hafa mömmu með, en hún tók t.d. allar myndir og var í símanum að færa fólki fréttir, ná í djús og svoleiðis og þá gat kærastinn minn verið hjá mér allann tímann. Þið verðið bara að vega og meta þegar lengra lýður hvað þið viljið gera.
Ég var mjög lengi að velta fyrir mér þessu: Hvort ég væri tilbúin. Hvernig mamma verð ég? Á ég eftir að geta þetta. Ég kann ekkert á börn, kemur þetta bara? Mig langar bara að láta ykkur vita að það er mjög algengt að fólk velti þessu fyrir sér. Reyndar var kærastinn minn ekki með nærrumþví eins miklar áhyggjur og ég. En svona fyrstu vikurnar eftir að barnið fæðist þá gerir það nú ekki mikið meira en að sofa, drekka, pissa, kúka og gráta. Ef það er óvært þá athuga hvort það geti ropað, kíkja kannski í bleiuna, halda á því og kúra með því. Gott ráð er að vefja það þétt inn í teppi og hafa það á milli ykkar. Alveg ótrúlegt hvað það róar. Fyrstu nóttina hjá okkur ein heima var alveg hræðileg. Kl 5 var hann ekki sofnaður og ég ein að reyna bókstaflega ALLT! (Það er innbyggt í konur að vakna þegar barnið grætur en ekki karlmenn). Á endanum hringdi ég í Hreiðrið, en síminn er alltaf opinn hjá þeim og leitaði ráða og þá sagði hún mér að gera þetta. Hann sofnaði nánast strax! Ekki síðan halda að mjólkin komi um leið. Við héldum það einmitt og ætluðum að fara að blanda þurrmjólk því við héldum að strákurinn væri ekki að fá nóg og það væri ástæðan fyrir grátinum. En það voru óþarfa áhyggjur, mjólkin er svona 3-5 daga að koma í brjóstin og á meðan lifa þau á því sem kallað er broddur, en það er svona smá mjólk sem getur byrjað að koma strax eftir fyrstu 12 vikurnar ef ég man rétt.
Takið síðan öllum brjóstargjafar og eðlilegrar fæðingar áróðri með fyrirvara. Ekki allar konur geta, af einhverjum ástæðum ekki gefið brjóst og þó við höfum allar ýmindað okkur eðlilega fæðingu þá er það því miður ekki alltaf það sem allar fá að upplifa. Allt getur gerst og því er gott að geta treyst því sem starsfólkið telur að er fyrir bestu. Annað er síðan það að láta vita hvað þið viljið og hvað ekki og það er þitt hlutverk að láta ljósmóðir vita af öllu sem konan þín vill eða vill ekki að sé gert þar sem hún verður mjög líklegast ekki í neinu ástandi til þess! (Vil benda á að ef mamma mín hefði ekki verið með okkur líka þá hefðu engar myndir verið teknar í fæðingunni, en kærastinn var að sinna mér á fullu og ekki var ég í ástandi til að taka myndir!).
Síðan eru fæðingarleiðir, stellingar og deyfingar eitthvað sem þið þurfið að spá í með tímanum. Gott viðhorf í fæðingunni er að reyna að komast sem lengst á hörkunni, en ef hún er mjög illa haldin þá getur deyfing gert kraftaverk. Vart er samt að athuga alla kosti og galla deyfinganna vel, en það verður farið yfir það alltsaman á foreldranámskeiðinu. Á ljosmodir.is er líka góð grein sem gerir góð skil á öllum deyfingunum, bæði náttúrulegum deyfingum og lyfjum. Persónulega mæli ég með vatni en ég fæddi svoleiðis. Baðið er í rauninni bara verkjalyf, um leið og ég fór ofaní fann ég hvernig sársaukinn dofnaði. Ég var þarna ofaní í fjóra tíma (en mín fæðing gett mjög vel og tók stuttann tíma, kom á spítalann með 3 í útvíkkun og fæddi 5 tímum eftir það) og þar að auki var ég með nálastungu í enninu og þefaði af piparminntu sem hjálpaði mér með öndunina.
Ég get alveg sagt að þó að þetta barn hafi ekki verið planað og okkur brugðið í fyrstu þá hefði þetta bara ekki getað gerst á betri tíma! Eins og þið þá er ég ekki búin með mína menntun en eitt ár eða svo í hlé er ekkert til að hafa áhyggjur af. Kærastinn er líka með ágætis tekjur og við ákváðum að vera ekki heima heldur skella okkur á íbúð og vera búin að koma okkur fyrir þegar barnið fæðist. Persónulega gæti ég ekki hugsað mér að vera heima hjá mömmu og vera með eigin fjölskyldu! Eftir fæðinguna þurfið þið smá tíma til að venjast breyttum aðstæðum, kynnast barninu og hafa smá tíma fyrir ykkur 2 ein, því þetta er ekkert smá sem þið eruð að leggja á samband ykkar. Gott er að vera búin að ákveða hvernig þið ætlið að haga heimsóknartímum og standa við það. Ég var t.d. ekki nógu ákveðin og leyfði heimsóknir strax og þá var erfitt að loka fyrir. Þið eigið eftir að upplifa smá svona tilfininga rússíbana og það er mikilvægt að konan fái næga hvíld og að vera í friði þegar hún vill. Hún á e.t.v eftir að upplifa grátköst, sennilega af litlu sem engu tilefni fyrstu viknuna eða svo eftir fæðinguna, en það er alveg eðlilegt. Samt er gott að hafa varann á og ef að það ástand breytist ekki er vart að athuga fæðingarþunglyndi, en í í ca. 9 viku í ungbarnaeftirlitinu tekur hún svoleiðis próf. Svo er um að gera að segja ljósmóðurinni frá öllu sem ykkur liggur á hjarta, bæði í meðgöngueftirlitinu og eftir fæðinguna þegar þið fáið heimaþjónustu.
Síðan verið þið að treysta á sjálf ykkur. Það er mikið af fólki sem vill alltaf vera að gefa öðrum ráð (eins og ég núna hehe) og það vill vel, en oft er það særandi og kemur vitlaust út. T.d. eru tengdamæður alveg einstakt dæmi um afskiptasemi, “ég gerði nú aldrei svona” “þetta var nú ekki svona þegar ég átti mín börn” os.frv. en þið verðið bara að láta fólk vita að þetta er ykkar barn og þið gerið hlutina bara eins og þið viljið.
Síðan vil ég benda á mömmumorgna sem getur verið góður félagsskapur fyrir konuna eftir fæðinguna sem eru held ég í flestum kirkjum eða samkomuhúsum landsins. Einnig er í Hafnarfirði í Gamla Bókasafninu sérstakir mömmumorgnar fyrir ungar mæður. Á www.barnaland.is eru líka sér spjöll fyrir konur sem eiga að eiga í ákv. mánuðum (jan, feb os.frv.) sem er góð leið til að kynnast fleiri konum sem eru í sömu aðstæðum! Gott er að leita til þeirra sem eru að fara að eignast sitt annað barn (eða þriðja eða fjórða..), því þær eru með reynsluna ;)
**
Ég veit þetta er algjör langloka en vonandi gat ég nú eitthvað hjálpað með þessu. Það er líka gott að vita að þó að hún sé hætt á pillunni núna þá er ekkert víst að hún verði ólétt strax, af því að hormónarnir geta tekið svolítinn tíma að fara úr líkamanum. Mig minnir að ef að það er ár liðið og ekkert gerist að þá sé tíminn til að athuga hvort eitthvað sé að, en fyrir þann tíma sé bið alveg eðlileg. Síðan er líka bara að nota allar hjálparhendur sem þið fáið! Þetta er mikil breyting og margar konur vilja rosalega mikið sjá um allt sjálfar, sem er algjör vitleysa. Forgangsröðunin breytist og hún (eða þið) á ekki eftir að hafa tíma til þess að taka til eða þessvegna bara fara í sturtu! og til þess að fara ekki yfirum er um að gera að nýta allar auka hendur sem þið fáið!
Ef þið hafið frekari spurningar þá endilega ekki hika við að spurja ;)