nokkuð sætt sem ég fann á speglinum
—————


Hvað er yndislegra en að fá stóra gula gubbuslettu framan á kjólinn þinn og það eina sem þú getur kreist fram er: “Þetta var gott. Nú ertu laus við vindspenninginn, er það ekki?”

Og hvað er viðkunnanlegra en þegar risavaxinn pabbinn reynir að fá agnarlítið barn til að brosa og barnið bara horfir skelkað á föðurinn !

Þegar þú hættir að horfa á föt, skó og snyrtivörur í búðargluggum, en lætur agnarlitlan jakka og risavaxna bangsa heilla þig.

Þú veist að þú ert foreldri þegar sameiginlegt bað er ekki glettin leikur elskenda - heldur skvamp og gusugangur og læti.

Þegar þú kemst að því að smábarn leggur undir sig níu tíundu hluta af hjónarúminu.

Þegar þér finnst álíka mikið fyrirtæki að fara út í einn dag og skipuleggja ferð þvert yfir Sahara.

Þegar þú uppgötvar að allur heimurinn er slysagildra fyrir grunlaust barn.

Þegar hörmungar barna, hvar sem er í heiminum, nísta hjarta þitt.

Þegar það tekur tíu mínútur að komast út úr bílnum.

Þegar þú uppgötvar einstakan hæfileika hjá þér til að herma eftir dýrum.

Þegar þvottavélin gengur stanslaust.

Þegar pínulítill tannbursti er við hliðina á þínum.

Þegar það komast í bað til að slaka á verður sjaldgjæfur lúxus.


Maður horfir á barnið sitt og furðar sig á, hvernig hægt var að lifa án þess.