hvað er hægt að gera?
Ok, vinkona mín á tveggja og hálfs mán gamla dóttur sem grætur bara stanslaust…hún grætur hreinlega alltaf og sefur ekki neitt! er vakandi allar nætur og sefur svo í vagninum, og í fanginu á mömmu sinni- ekki annars staðar. Ef hún er lögð í rúm, þá vaknar hún eftir eina-fimm mín. Hún hefur fengið endalaust mikið af lyfjum(sem er ALLS ekki gott) og búið að prufa að taka allar fæðutegundir frá mömmunni… Kannast einhver við þetta og HVAÐ er hægt að gera??