Nú er komið upp dæmi sem ég átti ekki von á að þurfa að spá í strax. Ég á 2 börn 3 og 5 og þau eru farin að biðja um að fá að gista hjá vinum/vinkonum sínum. Þessi 3 (stelpa) er búin að suða um það í nokkrar vikur að fá að gista hjá bestu vinkonunni í leikskólanum en mér finnst þær eiginlega vera of ungar til þess. Sá 5 ára (strákur) hefur aftur á móti fengið að gista hjá vini sínum og líka hjá hálfsystur sinni og það gengið vel.
Nú finnst mér ég vera svoldið ósanngjörn að leyfa einu en banna öðru en það eru samt 2 ár á milli þeirra og svosem ekki hægt að ætlast til að sú litla fái að gera allt sem stóri bróðir fær.
Svo er annað sem kom upp í saumaklúbb um daginn og það er hræðslan við kynferðislega áreitni þegar börnin gista hjá vinum. Mér finnst það kannski svoldil paranoia en það er samt spurning um að maður getur aldrei farið of varlega - er það nokkuð? Ég vil samt taka það fram að strákurinn hefur bara fengið að gista þar sem ég þekki nokkuð vel til foreldranna. Mér finnst samt svo sorglegt að það sem manni þótti sjálfsagt þegar maður var sjálfur lítill, og var oftast virkilega gaman, skuli vera orðið eitthvað sem vekji upp spurningar um öryggi barnanna. Auðvitað vill maður samt aldrei taka neina sénsa í þessum efnum.
Hvernig er þetta hjá ykkur? Hefur einhver átt í þessu sama?
Hvað hafa börnin ykkar verið gömul þegar það hafa fengið að gista hjá vini/vinkonu?
Þætti gaman að heyra hvað ykkar skoðanir eru á þessum málum.
Bestu kveðjur,
Aenea