Þetta er náttúrulega óréttlæti sem enginn ætti að þurfa að ganga í gegn um en ég þekki þessa aðstöðu vel, því miður. Þannig er það að ég er elst af mínum 4 systkinum en þau eru öll miklu yngri en ég (undir fermingaaldri) og ég var orðin sjálfráða þegar þetta átti sér stað þannig að ég lenti ekki eins illa i þessu og þau greyin. En eftir svipaðir atburðir og þú ert að tala um endurtóku sig í sífellu og urðu alvarlegri ákvað móðir mín að tala við sýslumanninn og fékk þannig úrskurðað hjá barnarvendunarnefnd og félagsmálastjóranum á þeim stað þar sem þær búa að systkinin mín fengju nú að hitta föður sinn eitthvað þ.e.a.s aðra hvora helgi, annaðhvort á leikskólanum eða heima hjá honum og alltaf undir eftirliti. Þannig gekk það í um 1 1/2 ár og þá voru heimsóknirnar orðnar 1-2 á 2ja mánaðafresti,því að pabbinn var alltaf að hringja og cansela það var víst alltaf eitthvað að koma uppá hjá honum ( ég tek það fram að hann er alkóhólisti, reyndar þurr akkúrat núna ) hann fékk líka símatíma svokallaða 2 sinnum í viku og á afmælis- og helgidögum en svo flutti hann í burðu úr staðnum án þess að láta nokkurn vita (fyrir umþað bil 1 ári)og hann hefur bara hringt 2-3 á þessu tímabili sem mér finnst SKÍTT. Eins og hann barðist nú mikið fyrir því að fá börnin eftir skilnaðinn en við vildum frekar vera hjá mömmu en ekki hjá honum sem þá var : ofbeldishneigður alkóhólisti sem beitti litla bróður minn kynferðislegu ofbeldi og svaf hjá stelpum rétt um tvítugt( hann er fertugur) þannig að í dag hefur hann nánast ekkert samband við börnin og í þessu einuskipti sem hann hringir þá er það br til að ausa því yfir okkur hvað honum finnist mamma okkar ömurleg. ég vona að börnin þín eigi aldrei eftir að ganga í gagn um neitt svona slæmt, en svona er nú þetta blessaða ísland okkar. Ég ráðlegg þér að prufa ða hafa ekkert samband við barnsföður þinn í smá tíma ( ég veit að það verður mjög erfitt fyrir börnin en það borgar sig seinna meir) og athuga viðbrögðin hjá honum. Vonandi verða þú og börnin þín ánægð í framtíðinni og hann fær þá vonandi að sjá a hverju hann er að missa!!! gangi þér vel!:) en öll börn þurfa bæði móður og föður og eiga það svo sannarlega skilið sama hvernig samkomulag er á milli foreldrana ekki láta það bitna á börnunum