Mig langar aðeins að forvitnast.
Ég og kærastinn minn erum búin að vera saman í 5 ár og hann frétti það rétt fyrir jólin að stelpan sem hann hitti í smástund áður en hann kynntist mér varð víst ófrísk eftir hann og í dag er litla stelpan því að verða 5 ára.
Þessi kona á mann í dag og þau búa saman og eiga víst von á öðru barni. En allt í einu datt henni í hug að koma heim til okkar einn daginn með litlu stelpuna til þess að kynna hana fyrir pabba sínum, og til þess að segja honum að hann hefði engan rétt til þess að fá forræðið þar sem hún og maðurinn hennar í dag væru með sameiginlegt forræði.
Við stóðum þarna bara og vissum ekki hvað við gátum sagt. Og svo rauk hún bara í burtu.
Í sannleika sagt þá hefðum við bæði bara óskað þess að hún hefði aldrei komið með litlu stelpuna til okkar. Núna er hún búin að blanda okkur inní þetta og þá er svona spurning hvaða rétt maðurinn minn hefur og hvort að hann eigi að berjast fyrir að fá að hitta hana eða bara blanda sér ekkert í þetta. Svolítið erfið aðstæða.
Auðvitað er bara frábært að stelpan hafi föður sem hún býr hjá, en hver var þá tilgangurinn að sýna henni alvöru pabba sinn! Búa til vesen kannski?