litla frænka mín verður 6 nára 29.des. Hún var að versla jólagjafir með mömmu minni og ömmu.
Þær fara í dótabúð þar sem litla yndislega frænka mín kemur auga á barbiedúkku sem heldur á hefðarketti og allt fylgir með, kattabúr,kattasandur og margt fleira…kötturinn pissar líka!!!
Hún dáist að þessu í langan tíma og vonlaust að fá hana út úr búðinni: “Ég vil fá svona í afmælisgjöf!!!”
mamma mín segir:“Finnst þér ekki leiðinlegt að vita fyrirfram hvað þú færð í afmælisgjöf?”
Nei, ég verð búin að gleyma hvað er í pakkanum. Ég skal bara gleyma því“.

Hehehe, þetta er það eina sem hún hugsar um á hverjum degi og í bílnum á leiðinni (þetta var látið eftir henni,dúkkan var keypt) gat hún ekki annað en dáðst að þessu alla leiðina…”Vááá,þetta fylgir með og þetta og þetta…og vá líka svona fylgir með!!!"


Hún bara sá ekkert annað. Hún á mjög stóra fjölskyldu og fær heilan helling af gjöfum á jaólatímanum…bæði jóla-og afmælisgjafir ÞETTA YNDISLEGA JÓLABARN!!!! :)