Kúlubúinn Jæja, þá fór maður loks í þennan langþráða sónar í gærmorgun. Alveg yndislegt að sjá litla krílið svona greinilega og sjá það hreyfast og hjartað slá. Allt virtist sem betur fer vera í lagi og mikið er það nú gott, maður er alltaf pínu smeykur um að eitthvað athugavert finnist. Fæðingadagur er áætlaður 11 maí, þannig að mér var flýtt um 4 daga. Miðað við mínar fyrri meðgöngur þá lítur þessi kúlubúi þó ekki dagsins ljós fyrr en ca 18-25 maí, en það kemur allt í ljós. Svo fór nú ekki á milli mála hvort kynið þetta var; það var bara sprellinn út í loftið alveg greinilega, svo það er lítill strákpjakkur þarna á ferðinni. Afinn og pabbinn eru sérstaklega ánægðir með þetta. Þeir búa nefninlega við þvílíkt kvennaveldi, hahaha, að þeir eru fegnir að fá smá liðsauka ;)
Kveðja,