Litli strákurinn minn kastar svo oft upp,núna sl.mánuð oft á dag og aðallega eftir að hann drekkur(hann féll nýmjólkurbland óvenju snemma eða rúmlega 2 mánaða,því hann þoldi illa þurrmjólkina)og nú var mér sagt af barnalækni að hann gæti haft ofnæmi eða óþol fyrir kúamjólk(hann þoldi hana samt vel frá 2-6 mánaða)og að ég skyldi prufa að skipt yfir í sojamjólk…það væri einfalt nema kútur er ekkert hrifinn af þessu nýja bragði….vitiði um eitthvað “bragð” sem ég get notað eða jafnvel eitthvað annað sem hægt er að gefa honum þannig að hann fái þau næringarefni sem nauðsynleg eru? Þetta er auðvitað bara reynslutími í tvær vikur og ef hann verður betri af þessum uppköstum þá á ég að mæta með hann í ofnæmispróf og þá mun maður finna út varanlegri lausnir ef á þarf að halda.
kveðja
harpajul
Kveðja