Ég mæli nú ekki með að vera að sulla með eitthvað kakóbland fyrir svona ungt barn, sérstaklega ef hann er eitthvað ofnæmisgjarn.
Best er bara að bíða og sjá hvort hann venjist ekki bragðinu, börn eru svo vanaföst að þeim finnst allt nýtt bragð yfirleitt hálfvont fyrst. Svo er heldur ekkert sniðugt að vera að koma honum upp á eitthvað nammibragð, gæti komið þér í koll seinna.
Lnagflesar þurrmjólkurtegundir eru unnar úr kúamjólk, en það eru til sérstakar blöndur fyrir viðkvæm börn og börn með ofnæmi, en þær þarf yfirleitt að sérpanta og eru mjög dýrar og þess vegna sjaldnast gefnar nema búið sé að útiloka aðra kosti. Soyamjólkin er einmitt það sem fyrst er reynt ef líkur eru á að um kúamjólkuróþol/ofnæmi sé að ræða.
Er hann farinn að borða annan mat? Það er eiginlega svolítið flókið að fara að sleppa mjólkurvörum alveg fyrir svona ungt barn, þá þarf samsetning hins fæðisins að vera svo góð til að hann fái allt sem hann þarf.
Mitt ráð er eiginlega bara þolinmæði.