'Eg hef verið að spá í þetta með krakkana og jólasiðina,það eru svo mismunandi siðir og hefðir á milli fjölskyldna.T.D núna þessi jól þá verða eldri börnin mín í fyrsta skipti hjá pabba sínum á aðfangadag og þorláksmessu…. :( ég veit ekki alveg hvernig ég lifi það af.En það er önnur saga, það sem ég er að spá það er munurinn á því hvernig við höldum jól,t.d erum við oftast með fuglakjöt og heimagerðan ís á aðfangadagskvöld en nú er það ekki hjá krökkunum….hamborgarhryggur skal það vera og þá er það eitthvað sem þau eru ekki vön(ekki það að þau séu að kvarta)og svo skreytum við krakkarnir alltaf saman jólatréð á þorláksmessukvöld en núna þessi jól þá verða þau ekki heima…..
þetta er voða skrýtið en eitthvað sem maður á bara eftir að venjast,og ekkert nema gott um það að segja.
Við höfum líka farið í nýja fjölskyldu,ég og krakkarnir og þá þurfti maður að aðlaga sig að þeim hefðum og við reyndar bjuggum okkur mest til okkar eigin hefðir,settum saman það “besta” frá báðum!
Hvernig er þetta hjá ykkur,eru svona hefðir og siðir sem ykkur gæti þótt erfitt að vera án?
með jólakveðju
harpajul
Kveðja