Við höfðum ákveðið að segja honum tíðindin á Þorláksmessu (ég þá komin rúma 3 mán. á leið) og eftir að búið var að skreyta tréð þá settumst við niður og sögðum honum fréttirnar. Eftir að hann var búinn að sannfæra sjálfan sig um að þetta væri satt og eftir sólskinsbros og fagnaðarlæti þyrmdi yfir hann og hann sagði: Oh, ég er viss um að litla barnið vill pulsur!
(Hann er mjög sérstakur í matarræðinu sjálfur og borðar pylsur með öllu nema pylsum, þ.e. bara pylsubrauð með tómat, sinnep og tilheyrandi).
Síðan fékk hann það hlutverk að segja hinum í fjölskyldunni yfir jólin. Hann var svo sniðugur að hann gekk manna á milli og hvíslaði að þeim: Mamma er með barn í maganum.
Áður en yfir lauk stóð öll stórfjölskyldan uppi í stökustu vandræðum, enginn þorði að segja neitt, allir héldu að hann væri að kjafta einhverju leyndarmáli og allir ferlega undarlegir á svipinn, alveg þangað til tengdamamma tók af skarið og spurði mig.
Þetta var alveg frábært og mikið hlegið að þessu. Skemmtilegast þótti okkur hvað börnin voru frábærlega þagmælsk yfir þessu!
Jólin 2000 verða örugglega ein af stóru minningunum hjá okkur.
Hann fékk þannig strax að vera með í öllum undirbúningi og ég held að það sé ein af ástæðunum fyrir því að hann hefur ekki sýnt minnstu merki afbrýðissemi þrátt fyrir að hafa verið einkabarn í næstum 8 ár.
Hvernig/hvenær sögðuð þið eldri börnunum ykkar frá væntanlegri fjölgun og hvernig tóku þau því?
Kveð ykkur,