Þetta er kanski ekki staðurinn fyrir þessa grein. En ég varð að
skrifa eitthvað um málefnið.
Málið er Rasismi.
Ég skil svosem afhverju fólk verða rasistar. En að fólk læri
ekki af reynslunni, það skil ég ekki.
Sjálfur hef ég mikla reynslu af útlendingum, og ég lærði að
fólk er bara öðruvísi eftir uppeldi. Það er, svart fólk sem er alið
upp hjá hvítu fólki hefur sama siði og háttvísi og hvíti
fósturbróðir hans. Ekki það að það sé eitthvað að háttvísi
svarts manns sem er alin upp í Afríku, mín reynsla er sú að
þeir, eins og margir aðrir, eru mjög duglegir.
Ég tek einfaldlega ekki mark á þeim sem hafa ekki kynnst fólki
og þá fleiri en fimm til tíu manns, því ég þekki þetta fólk mjög
vel. Ég viðurkenni, Múhameðstrúa á ég erfit með, afhverju,
reynslan segir mér þetta. En ég reyni að leiða það hjá mér að
hugsa um það þegar ég kynnist nýi fólki, reyni að gefa þeim
séns. Oft er það nefnilega þess virði. Ef ekki, þá er mér sama.
Það sem ég vill er það að fólk líti aðeins í eigin barm þegar
það hittir nýtt fólk, ef þú gefur ekki viðkomandi séns, þá er það
varla ætlandi að hinn aðilinn sjái þig í réttu ljósi.
Ég get kanski tengt þetta svona inn í uppeldi barna.
Ef þú ert viss um að negrar eru hálfvitar, ekki segja barninu
þínu það. Leyfðu barninu sjálfu að gera sinn hug upp sjálft.
Börn fæðast fordomalaus, ekki kenna þeim að hata fólk,
frekar að kenna því að meta fólk og einstaklinga réttlætislega
og með opnum hug. Ekki að vera svartsýnt.
Mundir þú ekki vilja að allir væru mældir með sama
mælikvarða. Ef við kennum börnum okkar að dæma ekki
gefum við heiminum tækifæri að fá frið.
Dálítið vel bjartsýnt, en engu að síður satt.
Lifið heil og hafið það gott.