Sorry ég bara get eiginlega ekki á mér setið…
Auðvitað geta börn bara verið með frekju og læti og grenjað út af því að mamma vill ekki kaupa bíl eða dúkkupela (man sjálf eftir svoleiðs dæmi frá því ég var svona fjögurra… það er önnur saga) þá finnst mér eiginlega alveg í lagi að láta barnið gráta.. þú átt ekki að láta undan frekjunni bara til að fá barnið til að þegja.
Ég vinn sjálf í búð, var í fullri vinnu í sumar og er í helgarvinnu núna, vinn í ÁTVR sem vill svo til að er staðsett undir Hagkaup. Þessi Hagkaupsbúð er eingöngu með matvöru og álíka nauðsynjar, og fólk kemur með börnin sín niður og ég get sagt af eigin reynslu að það er ótrúlegt hvað fólk er lítið að fylgjast með því hvað börnin eru að gera, hvort þau eru að ‘endurraða’ flöskunum í hillunum, hlaupa á fullu um búðina, fara inn á lager eða hvað. Foreldrarnir taka það síðan oft, ég segi oft og auðvitað er það misjafnt eftir foreldrum, illa upp ef starfsfólkið bannar börnunum að ‘endurraða’ flöskunum eða hlaupa inn á lager eða álíka. Einnig hef ég orðið vitni að foreldrum, sérstaklega einni konu, sem kemur niður með börnin kannski búin að vera í Hagkaup í hálftíma og börnin orðin þreytt.. einu sinni lagðist dóttir þessarar konu í gólfið og grenjaði og grenjaði og grenjaði. Auðvitað var barnið bara þreytt á þessu búðarápi eða eitthvað álíka, en ég get svarið fyrir að stelpan var búin að grenja í 5-7 mínútur áður en mamman svo mikið sem sneri sér við og leit á barnið. Að mínu mati hefði hún getað snúið sér við fyrr, og sagt eitthvað á þá leið að hún væri nú alveg að verða búin og væri alveg að koma. Börn skilja auðvitað ekki að mamma þurfi góðan hálftíma til að velja rauðvín með matnum.. og að eftir hálftímann kaupi hún bara það sem hún hefur alltaf keypt! Ég ætla ekki að segja að þessi kona hugsi eitthvað illa um börnin sín eða sé léleg móðir, enda á ég ekki börn og er ekki í neinni aðstöðu til að dæma um svoleiðis. Í annað skipti kom fyrir að kona kom í búðina með litla stelpu, fór að skoða rauðvínið og skildi barnið eftir að dunda sér við að ‘endurraða’… það endaði náttúrulega með því að aumingjans barnið rakst í 2 flöskur sem mölbrotnuðu og fóru undir hillurnar, þannig að við vorum 2 að þrífa þetta upp og það tók langan tíma. EN stóra pointið við þessa konu… henni fannst þetta bara ALLT Í LAGI!!! hún væri sko löööngu búin að borga þetta með skattpeningunum sínum!!! Barnið fór að gráta, því það brotnaði eitthvað og barnið auðvitað vissi að það má ekki brjóta, en konan bara sagði að þetta væri nú allt í lagi þetta væri ekki svo merkilegt.
Ok.. þarna er ég nú kannski komin soldið út fyrir það sem ég ætlaði að segja :)
Ég er semsagt búin að taka það fram að ég á ekki börn… ég hins vegar vinn í verslun eins og einhver annar sem ég sá þarna aðeins framar, og ég hef SÉÐ með eigin augum að foreldrar láta stundum börnin sín afskiptalaus, í það sem að mér finnst, of langan tíma.
Ég legg einmitt líka sama skilning í orðið hugga og ljonynja, og fyrirgefiði en mér finnst þið búin að skamma hana einum of mikið, hún misskildi hörpujul og þið misskilduð hana.. hún er búin að biðjast afsökunar og útskýra hvað hún meinti.. en ég hef ekkert séð ykkur gera nema skamma hana og niðra :/ Það að hugga barnið finnst mér vera að tala blíðlega til þess, strjúka því um kinnina eða jafnvel magann eða álíka, eða ef aðstæður leyfa að taka barnið upp. Þú getur þurft að hugga barnið þitt í mjög langan tíma til þess að það hætti að gráta, en þú ert að hugga það meðan athygli þín beinist að barninu.
Annars ætla ég eiginlega bara að þakka fyrir mig, afsaka ef ég er komin of langt út fyrir efnið, afsaka hvað þetta er orðið langt hjá mér.. og að síðustu vona ég að þið lesið þetta með opnum huga og farið ekki að skamma mig of mikið fyrir hvað ég er mögulega heimsk og vitlaus ;)
kær kveðja,
Corta :)